Warning: Declaration of UL_Class_Walker::start_lvl(&$output, $depth) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_lvl(&$output, $depth = 0, $args = NULL) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/wp3menu.php on line 14

Warning: Declaration of Walker_Category_Filter::start_el(&$output, $category, $depth, $args) should be compatible with Walker_Category::start_el(&$output, $data_object, $depth = 0, $args = Array, $current_object_id = 0) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/posttypecategories.php on line 3
Straumhvörf í skólastarfi | SNJALLSKÓLI

Straumhvörf í skólastarfi

Þótt tölvutæknin hafi um margra ára skeið haft margvísleg áhrif á skólastarf er tæplega hægt að halda því fram að hún hafi valdið straumhvörfum. Á yngstu skólastigunum má segja að áhrif tækninnar hafi verið fremur lítil. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að straumhvörf kunni að vera framundan. 

StrákurSpjaldtölva-Straumhvörf300x450Eftir því sem tölvubúnaður hefur orðið handhægari og hugbúnaður öflugri hafa skapast forsendur fyrir afar spennandi breytingar ef vel er á málum haldið.

Ein skýrasta birtingarmynd þróunar í tölvumálum síðustu ár er spjaldtölvan. Vegna þess hve létt og handhæg spjaldtölvan er og hversu fjölhæfan hugbúnað er hægt að fá fyrir spjaldtölvur eru möguleikar til hagnýtingar þeirra í skólastarfi gríðarlegir. Að sama skapi hefur tilurð svokallaðra tölvuskýja opnað fjölmarga möguleika.

Í sameiningu bjóða spjaldtölvan og tölvuský upp á fjölmarga spennandi möguleika til þróunar á skólastarfi. Hér að neðan eru nokkur dæmi:

  • Rafbækur – Léttari, ódýrari og umhverfisvænni bækur sem henta öllum skólastigum. Eftir því sem nemendur eru eldri og námsefnið þyngra (í kílóum talið) kemur „þyngdarleysi“ rafbóka sér betur fyrir nemendur sem of oft rogast með of þungar töskur til og frá skóla. Á efri skólastigur getur jafnframt verið torvelt að nálgast viðeigandi námsefni á hefðbundnu bókarformi sem eru vandamál sem auðvelt er að leysa í heimi rafbóka. Mörg lesforrit fyrir rafbækur bjóða upp á yfirstrikun, glósur, bókamerki o.fl sem getur reynst mjög vel við skipulagningu náms, í upplestri og fleiri þáttum sem telja má sígilda þætti náms. Auk þessa getur fólk með lestrarörðugleika haft hag af möguleikum rafbóka til leturbreytinga o.fl.
  • Gagnvirkt kennsluefni – Ljóslifandi og gagnvirkt kennsluefni nýtur sín vel á snertiskjá sem hrífur nemandann með. Þessi notkunarmöguleiki hentar yngstu nemendunum hvað best og þegar er til mikið af snjallforritum sem auðvelda krökkum að þekkja bókstafina, að draga til stafs eða reikna einföld reikningsdæmi. 
  • Ritun og teikning – Sumar spjaldtölvur bjóða upp á mjög nákvæman penna sem nota má í gagnvirkum ritunaræfingum, myndlistarkennslu og ýmsum öðrum skapandi greinum, auk þess sem mörg snjallforrit – t.d. Evernote – gera ráð fyrir handrituðum glósum og teikningum. 
  • Vendikennsla – Spjaldtölvur henta einkar vel fyrir nemendur að fylgjast með heilum fyrirlestrum eða til að taka á móti innlögn á tilteknu námsefni með myndböndum líkt og gert er ráð fyrir í vendikennslu (e. flip teaching, flipped classroom).
  • Teymisvinna 21. aldar – Tölvuský hafa gerbreytt hvernig fólk vinnur saman. Hvort sem um er að ræða skipulag tónlistarviðburða, hugbúnaðarþróun, greinaskrif eða eitthvað annað er oftar en ekki um að ræða samvinnu fjölda fólks um víða veröld. Fyrirbæri á borð við Google Drive  og Trello eru dæmi tól sem eru jafn sjálfsögð í nútíma teynisvinnu og blýanturinn var í gær. Nútíma skólastarf ætti að fela í sér undirbúning undir þann veruleika sem bíður fólks að námi loknu. 
  • Tungumálakennsla – Margmiðlunarmöguleikar spjaldtölva bjóða upp á að nemendur hlýði á hlustunaræfingar og geri hljóð- og/eða myndupptökur af eigin framburðaræfingum í tungumálakennslu. Rafrænar orðabækur (með framburðardæmum) falla einnig vel að þessum tækjum.
  • Stærðfræði – Úrvalið af stærðfræðileikjum fyrir yngstu kynslóðina er þegar mjög mikið og vaxandi auk þess sem sífellt bætast við forrit fyrir stærðfræði á háu stigi. Sumar spjaldtölvur bjóða jafnvel upp á að handskrifa stærðfræðiformúlur sem spjaldtölvan birtir síðan myndrænt með aðstoð Wolfram|Alpha – sjá mynd hér að neðan.

NoteWolframAlpha

Þetta eru aðeins nokkrir af þeim möguleikum sem hægt er að hugsa sér hvernig unnt er að flétta notkun snjalltækja og snjalltækni inn í nám og kennslu.

Mögulegur ávinningur

Einn megin ávinningurinn sem ofangreind þróun býður upp á er að tími nemenda og kennara nýtist betur ef vel er að málum staðið. Vel er hægt að ímynda sér að drjúgan hluta kennsluefnis sé hægt að endurnýta milli kennara, milli skóla og jafnvel í einhverjum tilfellum milli skólastiga.

Sem dæmi væri hægt að skipta námsefni í stærðfræði í hæfilega litla áfanga þannig að gera megi stutt kennslumyndbönd sem nemendur geta horft á þegar þeim sýnist – og eins oft og þeim sýnist.1 Slíkt væri í góðu samræmi við markmið um einstaklingsmiðað nám þar sem námsval og námshraði miðast við getu, þroska og áhuga hvers og eins nemanda.

Einn skóli (eða jafnvel einn kennari) gæti séð um að taka upp og útbúa efni sem margir skólar geta nýtt sér. Kennarar þyrftu þá ekki að eyða jafn miklum tíma í innlögn/fyrirlestra og gætu frekar nýtt tímann í dæmatíma og einstaklingsbundna aðstoð.

Aukin samnýting námsefnis gefur tilefni til að ætla að hægt sé að auka gæði námsefnisins enn frekar en að sama skapi unnt að ná fram umtalsverðri hagræðingu með því að nýta tíma kennara enn fremur í að aðstoða nemendur í námi. Þessi breyting felur í sér mun umfangsmeiri þróun á skólastarfi en sem nemur því að taka upp nýjan tölvukost. Til þess að vel megi til takast er nauðsynlegt að kennarar og annað skólafólk sé reiðubúið að breyta starfsháttum sínum.

Þessi breyting felur í sér mun umfangsmeiri þróun á skólastarfi en sem nemur því að taka upp nýjan tölvukost. Til þess að vel megi til takast er nauðsynlegt að kennarar og annað skólafólk sé reiðubúið að breyta starfsháttum sínum.

Þótt óskynsamlegt sé að hefta frumkvæði og sköpunargleði einstaka kennara eða einstaka skóla, varðandi hvernig spjaldtölvur skulu nýttar í skólastarfi, er skynsamlegt að huga að því hvaða kröfur skal gera þannig að tími og fjármunir nýtist sem best.

Þörf á að skólar landsins og menntamálayfirvöld hugi að sameiginlegum þáttum og stefnumótandi áætlanagerð þar sem horft er til sameiginlegra langtímamarkmiða og lykilatriðum vaðandi leiðir.

Eitt slíkt lykilatriði eru leiðbeiningar um val á upplýsingatækni og mikilvægi opinna lausna til að tryggja að langtímamarkmið um þróun skólastarfs nái fram að ganga. 

Möguleikarnir á hagnýtingu spjaldtölva í skólastarfi eru nær óþrjótandi. Eins og fram kemur í nýlegri skýrslu2 Ómars Arnar Magnússonar, aðstoðarskólastjóra í Hagaskóla, um spjaldtölvur í skólastarfi á aðalatriðið að vera að huga að nýjum leiðum í skólastarfi á meðan tækin eiga að vera aukaatriði. Óhætt er að taka undir þau orð. Þótt spjaldtölvan muni seint koma í stað kennarans má hins vegar gera sér vonir um að hægt sé að gera skólastarf hnitmiðaðra, skilvirkara, ódýrara og skemmtilegra með skynsamlegri nýtingu spjaldtölvunnar.

 

  1. Útkoman gæti t.d. verið eitthvað í ætt við það sem Kahn Academy gerir
  2. Skýrslan – spjaldtölvur í skólastarfi – er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar.

Comments are closed.