Gagnleg skýrsla Sæmundarskóla

placeitSólveig Rósa Sigurðardóttir, verkefnastjóri spjaldtövuverkefnis Sæmundarskóla í Grafarholti, hefur tekið saman skýrslu um verkefnið, nú þegar um ár er liðið frá því að verkefninu var hleypt af stokkunum.

Í skýrslunni má finna ýmsan fróðleik um undirbúning spjaldtölvuverkefnisins, endurmenntun kennara og fleira sem gagnast gæti öðrum skólum sem hyggjast feta svipaða slóð. Jafnframt er að finna dæmi um hvernig kennarar Sæmundarskóla nýttu tækin í hinum ýmsu námsgreinum auk þess sem farið er yfir nokkra þætti sem snúa að umgengnisreglum, utanumhald og tækjastjórnun svo nokkuð sé nefnt.


Hægt er að nálgast skýrsluna í heild á PDF-sniði hér (9,8 MB).

placeit (1)

 

Lokað er fyrir athugasemdir.