Warning: Declaration of UL_Class_Walker::start_lvl(&$output, $depth) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_lvl(&$output, $depth = 0, $args = NULL) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/wp3menu.php on line 14

Warning: Declaration of Walker_Category_Filter::start_el(&$output, $category, $depth, $args) should be compatible with Walker_Category::start_el(&$output, $data_object, $depth = 0, $args = Array, $current_object_id = 0) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/posttypecategories.php on line 3
Það er gott að kynna í Kópavogi | SNJALLSKÓLI

Það er gott að kynna í Kópavogi

Snjallskólinn var svo lánsamur í lok janúar að vera boðið að kynna Android snjalltæki fyrir matshóp á vegum Kópavogsbæjar vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á spjaldtölvum í alla skóla í sveitarfélaginu. Ferlið í kringum valið veitir áhugaverða innsýn inn í undirbúningsvinnu Kópavogsbæjar sem margir gætu haft gagn af að kynna sér. Það kom á óvart hve vel Android stendur í samanburði við aðra. 

Hjá Kópavogsbæ stendur þessa dagana yfir matsferli vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á spjaldtölvum í öllum skólum sveitarfélagsins. Snjallskólanum og þremur öðrum aðilum var boðið að kynna fjórar lausnir sem til greina koma og tók Snjallskólinn höndum saman við Tæknivörur til að kynna Android með spjaldtölvum frá Samsung.

Ferlið, sem er í umsjá forstöðumanns upplýsingatæknideildar Kópavogs, er býsna opið og gagnsætt og er full ástæða til að hrósa Kópavogsbæ m.a. fyrir að gera aðgengileg á netinu kynningarnar fjórar1 sem haldnar voru fyrir matshópinn. Fyrir utan að gefa íbúum tækifæri til að fylgjast með gangi mála í þessu metnaðarfulla verkefni veitir það öðrum sem hyggjast innleiða snjalltæki í skólastarf innsýn sem getur reynst gagnleg.

Fyrst, brot af því besta

Áður en lengra er haldið er rétt að benda áhugasömum á fáein myndskeið sem Snjallskólinn tók saman sem yfirlit yfir það sem fram fór á kynningu Snjallskólans á Android búnaði frá Samsung. Myndskeiðin eru aðgengileg á Youtube-rás Snjallskólans en hér skal fyrst vakin athygli á myndbroti sem sýnir svo ekki verður um villst að Android tækin frá Samsung skilja íslensku.

[do action=”video” id=”gFpK3G107QQ” position=”center,” device=”n1-white-landscape” size=”large” align=”center”/]


 

Íslenska er málið! Líka í Kópavogi?

Android-tækin sem Snjallskólinn notaði í kynningunni koma frá Samsung og heita Galaxy Tab en umboðsaðili Samsung Mobile á Íslandi er Tæknivörur ehf. Eins og sjá má og heyra í myndskeiðinu hér að ofan eru þessi tæki líkt og önnur Android tæki frá Samsung með íslensku notendaviðmóti sem jafnframt felur í sér þann eiginlega að tækin skilja talað íslenskt mál. Hér að neðan eru nefnd nokkur atriði sem Snjallskólinn telur að skipti máli í þessu sambandi:

  • Notendaviðmót á íslensku. Fyrir almenna notendur, einkum þá sem ekki hafa gott vald á ensku, er mikill kostur að notendaviðmót stýrikerfisins sé á íslensku. Fyrir íslenska grunnskóla má með gildum rökum halda því fram að íslenskt notendaviðmót ætti að vera skilyrði enda væri það í samræmi við málstefnu stjórnvalda og lögbundin markmið náms og lögbundna stöðu íslenskrar tungu.2
  • Talgervill á íslensku. Fyrir blinda og sjónskerta sem og fyrir lesblinda er íslenskt notendaviðmót sem býður upp á íslenskan talgervil afar mikilsverður þáttur sem brýnter að huga að. Eins og margir vita er hægt að setja upp íslenskan talgervil með Ivona en Blindrafélagið stóð að því að tvær íslenskar talgervilsraddir, Dóra og Karl, voru þróaðar sérstaklega og virka vel á Android snjalltæki.
  • Talgreining á íslensku. Android tækin frá Samsung skilja íslensku, sem m.a. þýðir að hægt er að láta tækin breyta töluðu máli í texta í stað þess að nota lyklaborðið. Þessi virkni er kerfislæg sem þýðir að hún er aðgengileg í hvaða forriti sem er, ritvinnslu, tölvupósti, SMS, Facebook og allsstaðar þar sem notandi setur inn texta. Fyrir utan að gagnast notendum/nemendum almennt getur þessi möguleiki fært lesblindum ný tækifæri til þess að skila frá sér texta og aukið möguleika þeirra til að þroskast og dafna enn betur en áður.
  • Notendaviðmót framtíðarinnar. Ef að líkum lætur munu notendaviðmót í framtíðinni í auknum mæli byggjast á máltækni. Til þess að stuðla að viðgangi íslenskrar tungu í framtíðinni er afar mikilsvert að Íslendingar geti nýtt sér máltækni á íslensku. Að öðrum kosti er hætt við að íslensk tunga muni smám saman veikjast og hverfa líkt og tilfellið er með fjölmörg tungumál fámennra þjóða í gegnum tíðina.

Eins og Snjallskólinn hefur áður fjallað um skiptir íslenska máli – ekki síst þegar kemur að menntun og námi og gerum við okkur vonir um að fögur fyrirheit á tyllidögum og einróma samþykki Alþingis um íslenska málstefnu3 séu meira en orðin tóm.

Vægi íslensku í matsferli Kópavogsbæjar

Með hliðsjón af ofansögðu mætti ætla að við val á búnaði sem ætlaður er til notkunar í grunnskólum yrði horft til þess hvort notendaviðmót búnaðarins sé á íslensku. Það er skemmst frá því að segja að matsferli Kópavogbæjar gerir það ekki.

Af þeim 23 matsatriðum sem matshópurinn byggir á er aðeins eitt – Matsatriði 4: Skilur tal – sem túlka mætti sem athugun á því hvort tækið skilji íslensku.4  Túlkun Snjallskólans er að hér sé verið að athuga hvort tækið skilji íslenskt talmál og hefur þetta atriði einungis 1,5% vægi í einkunnagjöf sem verður að teljast harla rýrt hlutskipti fyrir okkar ástkæra og ylhýra tungumál (sjá súlurit yfir vægi einstakra matsatriða).

Matsatridi-IS

Yfirlit yfir öll 23 matsatriðin sem Kópavogsbær byggir mat sitt á má finna hér ásamt athugasemdum Snjallskólans. Ef að líkum lætur mun gefast tækifæri til að fara nánar í þá sálma við annað tækifæri.

Þangað til geta áhugasamir skoðað þau myndskeið sem Snjallskólinn klippti saman frá kynningunni sem okkur þótti bæði gagnlegt og gaman að taka þátt í. Tenglar á myndskeiðineru hér að neðan:

Myndskeið frá kynningu Snjallskólans fyrir Kópavogsbæ

Matsatriði 1: Auðvelt í notkun   Matsatriði 2: Skilja skrift
[do action=”video” id=”a7DjCnFkDpo” position=”center,” device=”n1-white-landscape” size=”small” align=”center”/]   [do action=”video” id=”6stGios64LI” position=”center,” device=”n1-white-landscape” size=”small” align=”center”/]
     
Matsatriði 3 (PDF lesari)    Matsatriði 4 (Skilur tal)
[do action=”video” id=”edt7dLm74B0″ position=”center,” device=”n1-white-landscape” size=”small” align=”center”/]   [do action=”video” id=”gFpK3G107QQ” position=”center,” device=”n1-white-landscape” size=”small” align=”center”/]
     
  Matsatriði 5 (Myndvinnsla)    Upptaka og myndvinnsla með Tab S (sjá Matsatriði 5) 
[do action=”video” id=”OMp9IHQ032I” position=”center,” device=”n1-white-landscape” size=”small” align=”center”/]   [do action=”video” id=”8JSvjhZmmTM” position=”center,” device=”n1-white-landscape” size=”small” align=”center”/]
     

 

 

 

 

 

 

 

  1. Hér má finna hlekki á upptökur í fullri lengd af kynningunum sem haldnar voru dagana 15. og 16 janúar 2015. Kynning á Android; kynning á iPad; kynning á Microsoft; og kynning á Chromebook.
  2. Sjá til að mynda lög nr. 61/2011: Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.
  3. Hægt er að lesa um íslenska málstefnu á vef Menntamálaráðuneytisins.
  4. Matsatriði 4: Skilur tal, gerir reyndar ekki beint kröfu um að tækið skilji íslenskt talmál þótt tæplega sé þar verið að fjalla um hvort tækið skilji erlend tungumál.

Comments are closed.