Warning: Declaration of UL_Class_Walker::start_lvl(&$output, $depth) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_lvl(&$output, $depth = 0, $args = NULL) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/wp3menu.php on line 14

Warning: Declaration of Walker_Category_Filter::start_el(&$output, $category, $depth, $args) should be compatible with Walker_Category::start_el(&$output, $data_object, $depth = 0, $args = Array, $current_object_id = 0) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/posttypecategories.php on line 3
NB Forlag gefur út Núa og Níu app | SNJALLSKÓLI

NB Forlag gefur út Núa og Níu app


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Gefin hefur verið út spennandi barnabók sem heitir Núi og Nía. Bókin sjálf, sem er eftir Línu Rut Wilberg myndlistarkonu og Þorgrím Þráinsson rithöfund, fékk reyndar mjög góðar viðtökur 2014 er hún kom fyrst út á prenti. En efni bókarinnar var ætlað annað og meira hlutverk. Fljótlega var hafist handa við að koma henni í stafrænan búning fyrir snjalltæki. Appið lítur nú dagsins rafræna ljós fyrir Android og iOS snjalltækjaeigendur. Mikið gleðiefni er að bókaútgefendur fikri sig inn á snjalltæknimarkaðinn í auknum mæli.

Núi og Nía appið er ekki einföld rafbók, heldur gagnvirkt smáforrit sem sameinar í senn rafbók, hljóðbók og leik. Börn geta annað hvort hlustað á söguna eða lesið sjálf, og skoðað og leikið sér að myndunum á skjánum samhliða. Forritið er þannig ekki bara nýstárleg afþreying í takt við tímann, heldur hefur mikið menntunargildi. T.a.m. rímar það einkar vel við það þjóðarátak í lestri sem er í fullum gangi um þessar mundir. Virkni appsins er því sem næst eins og að lesa eða hlusta á sögu, horfa á teiknimynd og spila leik samtímis og eftir því sem næst verður komist er þetta með fyrstu forritum sinnar tegundar á íslensku. Það er NB Forlag sem stendur að baki þessarar útgáfu.

[do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2017/01/Capture2.jpg” device=”s5-black-landscape” align=”left” size=”large”/]


Vanda skal til verka ef vel á að vera.

Hugmyndin kviknaði síðla árs hjá eiganda og framkvæmdastjóra NB Forlags, honum Guðjóni Guðmundssyni, sem sá að framtíð útgáfu lægi í auknum mæli á skjám snjalltækja, enda kynnast börn nú orðið slíkum tækjum snemma í uppvextinum. Markmiðið var m.a. að hanna forrit sem yrði meira en strípuð rafbók. En það er ekki hlaupið að slíkum framkvæmdum og var því framleiðslufyrirtækið CAOZ fengið til liðsins í umfangsmikla þróunar-, hönnunar- og forritunarvinnu. Við gerð rafbókarinnar um Núa og Níu voru notaðar myndir úr teiknimynd sem NB Forlag lét gera upp úr myndverkum Línu Rutar. Greina þurfti nákvæmlega allar myndir og texta til að ákvarða þær hreyfingar og gagnvirkni sem best myndu styðja við söguna. Hvað hönnunina varðar var lögð áhersla á að gefa efninu nýjar víddir um leið og væri haldið fast í kjarna sögunnar. Þá þurfa svona forrit að vera þægileg bæði til aflestrar og hlustunar ef vel á að vera. Og síðast en ekki síst þá þarf allt að virka vel og mjúklega, án þess að virka flókið. Þá þurfti að forrita bókina í leikjaforriti og var hún þróuð áfram undir þessum formerkjum í nánu samstarfi forritara, hönnuða og NB Forlags. Svo þar á bæ eru menn ánægðir með útkomuna.

Myndirnar eftir Línu Rut Wilberg eru skemmtileg blanda af ljósmyndum og handgerðum myndum. Úr verður hálfíslensk og heillandi furðuveröld fyrir börnin.


Hvernig virkar appið Núi og Nía?

Þegar búið er að kaupa forritið, er það opnað og tungumál valið og síðan lestur eða hlustun. Sem stendur eru í boði íslensk og ensk útgáfa en fleiri þýðingar eru væntanlegar. Kaupendur munu geta uppfært forritið sér að kostnaðarlausu til að nálgast fleiri tungumálamöguleika, að sögn framleiðanda. Eftir að forritið opnast kemur fram aðalvalmyndin þar sem notandi velur hvort hann vill lesa eða hlusta. Í lesútgáfunni skiptast á texta- og myndasíður. Á myndasíðunum má pota í eitt og annað; kanna hvað hreyfist og hvaða undarlegu hljóð það gefur frá sér. Það er í lesútgáfunni sem fletta má fram og aftur um bókina. Í hljóðútgáfunni birtast aðeins myndasíðurnar og getur notandi aðeins flett áfram. Eins og sagði getur notandi ýtt við myndum með poti sínu eða smellt á þær til þess að þær gefi frá sér hljóð. Eitthvað óvænt og skemmtilegt gerist á hverri opnu og nóg við að vera fyrir litla og forvitna fingur. Sem dæmi má nefna síður þar sem sprengja má blöðrur og veiða má flugur.

 

En hver eru þau Núi og Nía eiginlega?

Persónurnar Núi og Nía eru hugarfóstur listakonunnar Línu Rutar Wilberg sem hafði lengi dreymt um að koma ævintýrum þeirra og vina þeirra á prent. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur er textasmiðurinn en þar sem myndefnið er í lykilhlutverki, hentaði bókin einkar vel til yfirfærslu í smáforrit. Myndefnið glæðir söguna lífi og vera má að hreyfanlegt og gagnvirkt myndefni henti t.d. börnum sem eiga erfitt með að halda athygli því það brýtur upp söguna og gerir barnið að þátttakanda fremur en aðeins áheyranda. Smáforritamiðillinn eykur upplifunargildi efnisins.

Mikill sjarmi og töfrablær svífur yfir vötnum. Ekki skemma skringileg hljóð þegar litlir fingur pota í eitt og annað á skjánum.


Stafrænn búningur auðveldar deilingu og dreifingu sagna.

Auk afþreyingarinnar, má telja víst að smáforrit af þessu tagi geti komið að góðum notum við kennslu, ekki síst tungumálakennslu, þar sem auðvelt er að hafa sömu söguna á mörgum tungumálum í einu og sama forritinu. Þá eru þessi forrit, með tungumálamöguleikum sínum, einnig góð og handhæg leið til að dreifa hróðri íslenskra bókmennta víðar um heim. Á öld stafrænna miðla og örrar tækniþróunar eru allar líkur á frekari útgáfu í þessu formi og forvitnilegt verður að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í bóka-og snjalltækjaútgáfu. A.m.k. eru spennandi tímar framundan hjá NB Forlagi og aldrei að vita nema fleiri bækur frá þeim líti dagsins ljós fyrir snjalltækjaeigendur heimsins.

Núi og Nía smáforritið er fáanlegt á Google Play og App Store. Taka má fram að hægt er að greiða fyrir appið í einu tæki og opna það í öðru; foreldri getur þannig m.a. keypt forritið í eigin síma og barnið opnað það í spjaldtölvunni.

 

Comments are closed.