Book Creator

 

Ætlar þú að búa til rafbók? Þá er þetta app fyrir þig. Á aðgengilegan hátt býrð þú til þína eigin rafbók og deilir henni með vinum þínum, félögum, samferðafólki eða öðru fólki.

 

Lýsing

Book Creator er forrit til að búa til rafbækur. Book Creator, framleitt af Red Jumper, hefur verið sérlega vinsælt kennsluforrit alveg frá því að það var fyrst gefið út. Forritið byrjaði sem iOS forrit en er í dag líka fáanlegt fyrir Android tæki.

Í Book Creator má gefa rafbókum sínum líf á nokkra vegu. Auk hefðbundins textaleturs er hægt að handskrifa orð. Það má flytja inn myndir úr galleríinu og af netinu eða hreinlega teikna þær inni í sjálfu forritinu. Það má einnig setja inn hljóðskrár og/eða nota myndskeið sem hluta af bókarhönnuninni. Þannig að þegar búa skal til rafbók má hafa hana í hefðbundnum stíl eða virkilega breyta út af vananum og gera hana óvenjulega og frumlega.

Book Creator virkar þannig að allra fyrst skal valin lögun bókarinnar. Svo skal hafist handa. Eitt og sama grunnviðmót er fyrir allar síður sem þú býrð til, hvort sem að um upphafssíðu, miðhluta bókarinnar eða lokasíðu er að ræða. Ekki virðist vera neinn ákveðin og takmarkaður fjöldi síða eða lengd bókar, því alltaf má bæta við síðum. Við nánari kynni virkar viðmótið þægilegt og tól og kostir verkfæralínunnar eru einfaldir og auðskildir. Þannig má segja að það taki skamman tíma að læra á forritið sjálft,  en – eins og alltaf – þá tekur það tíma að átta sig á notkunarmögleikunum.

BookCreator-Skjamyndir     Screenshot_2015-01-06-14-14-53

Fjölmörg kynningarmyndskeið eru aðgengileg á Youtube um hvernig má bera sig að við að vinna í Book Creator og fá hugmyndir að útfærslum. Kennarar og aðrir geta hæglega búið til vandað námsefni á rafbókaformi, því vitanlega má setja nemendum fyrir verkefni þar sem óskað er eftir niðurstöðunum á rafbókarformi, jafnvel myndskreytt og með persónulegum efnistökum.

Formið sem rafbækurnar er á nefnist epub og getur verið eilítill hausverkur að vinna með það, s.s. deila og vista. Nánari umfjöllun um rafbækur og mismunandi snið má finna hér. Til að geta lesið slíkar skrár í PC-tölvum er mögulegt að sækja sérstök forrit til þess, auk þess sem má fá viðbót (e. Extension) við Chrome-vafrann til að lesa ePub-skrár. Chrome viðbótin nefnist Readium og er frí.

 

[do action=“video“ id=“mBFT45wsRoA“ position=“center,“ device=“s4-white-landscape“ size=“medium“ align=“center“/]


 

Og hvernig nýtist Book Creator í námsumhverfinu? Fyrst má nefna Það gæti virkað vel fyrir yngri sem eldri nemendur grunnskóla. Einnig má nota Book Creator til þess að gera minni eða stærri samantekt úr ákveðnu námsefni eða áfanga. Það mætti t.d búa til samantektarverkefni út frá hvað var verið að nema hverju sinni. Rafbækur má nota til að koma skoðun á framfæri, jafnvel notast þá við rök sem setja má fram í hljóði, máli, texta og myndum. Jafnvel bæta þar við myndskeiðum. Þar með sést að umfjallanir eiga vel heima á þessu formi, bæði fyrir yngri og eldri nemendur. Boo Creator virðist heldur ekki velja einn fagkennara fram yfir annan, heldur vera tól sem flestir kennarar geta nýtt sér, kynnt og kennt nemendum sínum.

Forritið hefur nokkra góða kosti. s.s. fína hönnun, einfalt og auðlært viðmót, auk þess sem mögulegt er að flytja inn í bókina myndir og því upplagt að forvinna myndir í öðrum forritum (Photoshop, Sketchbook, Infinite Painter o.fl.) eða einfaldlega notast við eigin ljósmyndir og myndir af netinu. Þar sem appið býður upp á hljóðupptöku eykur það enn á notagildið og möguleikana. Á hinn bóginn má óska eftir fleiri breytingar- og stillingarmöguleikum, s.s. til að stýra gagnsæi einstaka hluta síðanna, velja liti frá viðameiri litapallettu eða að geta vistað bókina á mismunandi formum. Hvað sem því líður er Book Creator öflugt og vinsælt kennslu app.

[do action=“mynd“ url=“http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2015/05/14.jólasveinninn.gif“ device=“s5-black-landscape“ align=“center“ size=“medium“/]


 

 

Ekki er enn búið að opna fyrir að deila bókum inn á Google Play Store bókasafnið (maí 2015), en sá möguleiki er að sögn væntanlegur. Í lokin er vert að minna fólk á að nýta sér upplýsingarnar og þekkingarmiðlunina sem opin er öllum á youtube.com. Þar má finna margar Book Creator kynningar og umfjallanir

 

 

Kostir

Flott hönnun
Einfalt og þægilegt viðmót - fyrir unga sem aldna
Miklir möguleikar á notkun í skólastarfi
Skapandi verkfæri

Gallar

Litavalið í forritinu takmarkað
Ekki hægt að deila margmiðlunarbók í Google Play
Ekki hægt að súmma að þegar teiknað eða skrifað er í forritinu
Er bara á ensku
Appið kostar í kringum 560 krónur (febrúar 2015)