Comics Head

 

Þarf að segja frá einhverju? Hér er app sem býður þér frásagnarmáta teiknimyndanna. Og þú þarft ekki einu sinni að kunna að teikna.

 

Lýsing

Í Comics Head má búa til stuttar teiknimyndasögur eða kynningar, segja frá reynslu sinni eða ýmiskonar atburðum á myndrænan og léttan hátt. Hægt er að velja úr þónokkrum sniðmátum (e.Templates), bakgrunnsmyndum, persónum og aukahlutum, stilla og stýra á ýmsan hátt og skapa sína eigin frásögn. Forritið hefur unnið til verðlauna fyrir skemmtilega hönnun og gott notagildi og er framleitt af Nextwave Multimedia Inc.

Í Google Play fæst appið annarsvegar í ókeypis útgáfu (Lite) og hinsvegar í pro-útgáfu sem kostar smá skilding. Í upphafi er valið sniðmáti þar sem nemandi getur valið hversu marga glugga hann vill í teiknimyndasögunni eða kynningunni sinni. Því næst er valinn bakgrunnur úr gefnum myndum, valin ljósmynd úr tækinu eða fundin mynd af netinu með því að velja “WEB” takka. Næst velur nemandi persónu (af þónokkrum mögulegum). Nokkrar útfærslur eru af persónunum, s.s. brosandi, glöð, hissa, reið o.s.frv. Þar næst stillir maður persónunum upp, snýr þeim á alla kanta, velur aukahluti inn, velur talbelgi og skrifar inn í þá. Forritið býður þér að lokum að vista verkefnið í tækinu sjálfu, á Drive, senda það á facebook, deila myndinni í gegnum tölvupóst eða prenta út.

[do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2014/07/ComicsHead-anim1.gif” device=”note-12-white” align=”center” size=”medium”/]


Teiknimyndasögur eru sífellt meira notaðar í skólastarfi. Frásögn í myndmáli, þar sem texti og þráður spinnast inn í myndmálið krefst umhugsunar og vangaveltna frásagnaraðilans. Og teiknimyndasögugerð má auðvitað nýta í hvaða fag sem er, til að fá annan vinkil og nálgun á fagið og til að persónugera námsefnið enn frekar. Hvað sagði t.d. tölustafurinn 2 við deilingartáknið þegar þeir hittust í búðinni í gær? Þetta forrit styður vel við þá þróun að nemendur vinni með námsefnið á skapandi hátt. Viðmót Comics Head er einfalt, því auðlært og ætti því ekki að kosta mikinn tíma til að læra á grundvallaratriðin. Snjallskólinn mælir auðvitað með því að hefja leikinn á Lite útgáfunni þar sem hún er mörgum kostum búin, e.t.v. nægum kostum og dugar því grunnskólanemendum í styttri verkefnavinnu (a.m.k. fyrst um sinn). Pro-útgáfan kostar eilítið en þar með opnast fyrir val á fleiri möguleikum og stillingum. M.a. bjóðast stillingar fyrir forráðamenn til að takmarka netaðgang og þar með að barnið/nemandinn sé að birta teiknimyndina á netinu án samþykkis, þema-tengdar senur með tilheyrandi fígúrum, fleiri vistunar-og dreifingarkostir.

Við prófuðum „Lite“ útgáfuna af appinu og virkaði það býsna vel þó einn ákveðinn fídus (innsetning á fríhendisteikningu) hafi orðið þess valdandi að forritið stöðvaðist. Að öðru leyti virkaði það vel.

Comics Head appið er sumsé eitt af þeim forritum sem hvetja nemendur til að nýta ímyndaraflið og er vel nýtilegt í hvaða fagi sem er! Hér má sjá kynningarmyndband Comics Head á Youtube.

[do action=”video” id=”http://www.youtube.com/watch?v=tqnA_b_iYjo” position=”center,” device=”s4-white-landscape” size=”medium” align=”center”/]

Kostir

Einfalt viðmót
Fallegar myndir og teikningar sem fylgja
Góðir hönnunarkostir
Ýmsir vistunarmöguleikar og vistar í gallerí
Auðvelt að deila
Miklir möguleikar á notkun í skólastarfi
Getur tengst Google maps innan úr appinu
Kemst á netið innan úr appinu

Gallar

Pro útgáfa kostar 500 krónur
Auglýsing fylgir (fría appinu)
Appið er mjög stórt (+100MB)
Stöðugleikavandamál