Google Translate

 

Fjölhæft og gagnlegt þýðingartól sem sífellt fer batnandi. Sérlega hentug „samtals-stilling“ sem gerir kleift að túlka samtal tveggja einstaklinga sem er nýtur sín vel í Android tækjum sem skilja íslensku. Gott og gagnlegt hjálpartæki sem á vel heima í skólastarfi.

 

Lýsing


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Google Translate hefur á síðustu árum fært okkur bæði skemmtilegar og fáránlegar þýðingar. Þrátt fyrir að vera ófullkomið verkfæri þá er vel hægt að bjarga sér með notkun á því.

Android appið Google Translate  styður u.þ.b. 70 tungumál. Hægt að tala í tækið, skrifa eða taka mynd og fá þýðingu á því tungumáli sem þú velur. Einnig er hægt að þýða án þess að vera nettengdur en þá verður að hlaða niður tungumálapakkanum áður en tækið er án nettengingar. Þessi aðferð býður þó ekki upp á jafn góða þýðingr ef nettengin er til staðar.

Appið hefur verið notað í skólastarfi en kennarar og nemendur verða að hafa það hugfast að fullkomna þýðingu er sjaldan hægt að fá þar sem forritið gerir ekki greinarmun á merkingu og uppbyggingu málsgreina.

Google translate hefur verið notað í Sæmundarskóla í samskiptum við nýja nemendur sem skilja hvorki íslensku né ensku þar sem appið býður upp á að aðilar tali (e. conversation) í snjalltækið og fái þýðingu þegar í stað, svipað og vera með túlk fyrir framan sig.

 Appið vistar einnig allar þýðingar og þannig er hægt að nálgast þær frá hvaða tæki sem er.

[do action=”video” id=”_GdSC1Z1Kzs” position=”left” device=”s4-white-landscape” size=”medium” align=”center”/]

 

Kostir

Einfalt í notkun
Styður ótrúlegan fjölda tungumála

Gallar

Þýðingar stöku sinnum út í hött