Photo Editor

 

Með þessu góða appi má klæðskerasníða myndir, breyta þeim og bæta. Þetta er gott verkfæri fyrir alla myndasmiði.

 

Lýsing

Photo Editor er eitt af fjölmörgum myndvinnsluforritum sem í boði eru fyrir snjalltæki. Það er gagnlegt að hafa eitt slíkt í símanum eða spjaldtölvunni til að vinna ljósmyndir, laga þær til á ýmsan máta s.s. klippa þær til, stilla litina og jafnvel leika sér með alskyns möguleika og áhrif sem forritið býður uppá. Mynd segir meira en mörg orð og ennþá fleiri ef maður vinnur aðeins í henni. Þetta tiltekna app kallast einfaldlega Photo Editor er stöðugt og traust, fyrir alla sem taka ljósmyndir og þá sem vilja klæðskerasníða myndir til hvers kyns nota í leik, starfi og námi. Photo Editor er fáanlegt fyrir öll Android tæki á Google Play.

Viðmót Photo Editor er einfalt og aðgengilegt. Það er e.t.v. ekki eins stílhreint og „töff“ og í sumum öðrum forritum en það gefur ágæta yfirsýn yfir þá möguleika sem í boði eru – og möguleikarnir eru býsna margir. Í þessu forriti má stilla litina, bæta við áhrifum (e. effects), snúa myndum, klippa til (e.crop), ramma inn, bæta texta inn í myndir, klóna og jafnvel teikna inn í myndirnar. Þetta eru þeir grunnþættir og tól sem forritið byggir á. Þegar hafist er handa tekur maður mynd eða velur mynd annarsstaðar frá (úr myndasafni tækisins af Dropbox o.s.frv.). Myndin birtist og undir henni tólin (tækjakostur forritsins). Maður velur eitthvert tólið og bjóðast þá stillingarmöguleikar. Fikti maður í þeim birtist breytingin strax á myndinni en til að breytingin verði varanleg þarf að velja græna hakið („Apply“) í hægra horniskjásins. Þá birtist breytta útgáfan og maður getur haldið áfram að breyta myndinni frekar eða vistað hana. Þegar mynd er vistuð bjóðast ýmsir möguleikar, þar á meðal að deila myndinni strax. Upphaflega myndin er óbreytt og útgáfur af henni vistast í sér Photo Edtitor möppu í tækinu..

Grunnverkfæri appsins eru að klippa myndir til (crop tól), stýra hita/kulda, litmettun og litstýring (e.saturation, hue), lýsingu myndarinnar (e.exposure/contrast), snúa henni til (e.rotation) og annað í þessum dúr. Í klippi-tólinu er hægt að birta net (e.grid) sem deilir myndfletinum niður í 9 jafnstóra reiti. Þar með er mögulegt að skoða hvar hvað lendir eftir að maður klippir myndina til og hægara um vik að spá í hlutföll og staðsetningu hinna ýmissu myndþátta.

[do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2014/07/PhotoEditor-Save.jpg” device=”note-12-black” align=”center” size=”medium”/]

 

Kostir

Viðmót einfalt
Vistar í gallerí í sér PhotoEditor möppu
Ýmsir vistunarmöguleikar
Auðvelt að stilla liti, tóna, kæla eða hita
Sýnir "þrí skiptingu" myndflatarins í crop og rotation
Virkar vel með öðrum myndvinnslu öppum

Gallar

Er ekki á íslensku
Viðmót ekki mjög „svalt“