Pixlr-o-Matic

 

Með Pixlr-o-Matic er hægt að færa ljósmyndir í stílinn með ýmsum blæbrigðum sem einfallt er að stilla og skemmtilegt að leika sér með.

 

Lýsing

Pixlr-o-Matic er myndvinnslu-forrit fyrir snjalltæki sem gerir manni kleift að færa myndir í stílinn og breyta stemmingu þeirra með því að bæta við áferð, skipta um litasamsetningu, hita og kæla liti og tóna myndarinnar, setja ýmsar áferðir og glampa inn í myndir, ásamt því að ramma inn myndir með ólíkum hætti. Viðmótið er auðlært og vinnur vel með öðrum myndvinnsluforritum. Forritið er fyrir Android og iOS og er framleitt af Autodesk Inc.

Pixlr-o-Matic er myndvinnsluforrit sem snýst um stíliseringu mynda. Viðmótið er afar einfalt í uppsetningu og notkun. Aðeins er um þrjár grunnaðgerðir eða grunnverkfæri að ræða, en að vísu felast undir hverju þeirra þónokkrir valmöguleikar. Það er hægt að bæta við valkostum í grunnverkfærunum með því að hala niður beint frá appinu. Grunnverkfærin eru táknuð sem filma, ljósapera og myndarammi og birtast þau undir myndinni sem unnið er með. Til hliðar við þessi tól er vinstra megin back-takki og hægra megin vista-takki. Fyrir ofan þessa verkfæraslá koma svo valkostirnir sem um er að ræða þegar maður hefur valið hvaða grunnverkfæri maður er að vinna með hverju sinni. Uppi í horninu vinstramegin getur maður á einfaldan máta breytt lögun myndarinnar og í hægra horninu uppi getur maður valið “random” eða takka sem gerir manni kleift að bæta við valkostum. Vistunarmöguleikar eru 3: small, medium og original.

[do action=”mynd” url=”http://i.picasion.com/pic77/070d351023866bf8c398b12ec2c14fa3.gif” device=”s5-white-landscape” align=”center” size=”medium”/]


Þetta app er alveg þrælmagnað, svo auðvelt og þægilegt í notkun, enda viðmótið virkilega vel uppsett í sínum einfaldleika. Gæðastimpill er að Autodesk framleiði forritið og koma gæðin fram í hversu stöðugt snjallforritið er. Pixlr-o-Matic vinnur vel með öðrum forritum eins og Sketchbook og Photo Editor og fleiri. Appið fellur í flokk forrita sem ganga út á stíl og stemmingu og auðvelda manni að gefa myndum blæ á skjótan hátt; ljósmyndin hrá skilar stundum ekki þeirri stemmingu sem blæbrigðarík mynd gerir.

En hvað er meira hægt að gera í forritinu, nánar tiltekið? Það má breyta um litasamsetningu (rauðleitan, grænleita, brúnt, hita og kæla, sepíu, eintóna, svarthvíta og margt fleira) og sjá umsvifalaust hvernig myndin mun líta út ef hún er vistuð þannig. Einnig má bæta inn allskonar ramma áferðum sem líkja margir eftir rispum og óreglulegum kanti (blæðing á kanti, ljósir og dökkir, gamaldags o.fl.) og líka ýmsar fleiri áferðir sem breyta stemmingu myndarinnar töluvert. Reyndar þarf ekkert að ræða þetta frekar, bara hala appinu niður og prófa.

Kostir

Auđvelt að deila myndum
Býr til möppu í Gallerí og vistar þangað
Auđvelt ađ breyta um stíl og stemmingu
Bara þrjú grunntól en margir valmöguleikar
Stöðugt í vinnslu
Ókeypis

Gallar

Mættu vera fleiri grunnverkfæri
Vantar fleiri vistunarvalmöguleika