Sketchbook

 

Sketchbook er frábært teikni- og málunarforrit frá Autodesk fyrir leikna og lærða sem býður uppá fjölmarga möguleika á borð við lagskipta vinnu.

 

Lýsing

Sketchbook er gæða teikni- og málunarforrit frá Autodesk. Í þessu forriti er hægt að teikna fríhendis með mismunandi tólum, vinna í lögum (þ.e. lagskipt vinna), lita og mála, færa inn (e.import) í vinnuskjalið ljósmyndir og vinna með þær (snúa þeim, minnka, stækka, þurrka út o.fl.) og vista með mismunandi hætti. Forritið er upplagt til myndlistarkennslu, í skissugerð, collage, til að gera lifandi skýringarmyndir, myndskreytingar við ýmis tækifæri, draga til stafs og jafnvel að teikna upp hugarkort. Sketchbook er því fyrir leikna og lærða. Sketchbook kemur í frírri útgáfu og kaupa má svo kallaða Pro útgáfu. Viðmótið er það sama í báðum útgáfum nema að með Pro gerðinni fylgja auðvitað auknir möguleikar. Báðar útgáfur virka sérlega vel með Samsung snjalltækjum – símum og spjaldtölvum – sem hafa hinn frábæra S-penna. Viðmótið sketchbook er þó ekki nákvæmlega eins í öllum tækjum, þó virknin sé sú sama. Sketchbook forritið fæst einnig nú orðið fyrir Ios og fyrir borðtölvur, en í borðtölvunum er um að ræða háþróað forrit og möguleikarnir því töluvert meiri.  [do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2014/06/nr.1-IS.jpg” device=”note-12-white” align=”center” size=”medium”/]  


  Viðmót Sketchbook er einfalt og þægilegt. Fyrst birtist aðgerðastika (e. toolbar) efst á teikniborðinu og þar má finna alla fídusana. Þar sjást hnappar og undir hverjum þeirra er úrval eiginleika sem notast má við. Frá vinstri til hægri eru „Gallery“, „Info/Settings“, „Tools“, „Brushes“, “Color” og “Layers”. Þrátt fyrir að aðgerðastikan sé sýnileg allan tímann eru hönnuðir forritsins með notandann í huga þegar þeir kynna til leiks bæði svokallaðan “clutch” (litli hringhnappurinn neðst sem málhreinsunarmenn gætu viljað kalla „kúplingu“) og “puck” (stór hringlaga hnappur fyrir miðju). Ýtir maður á clutch-takkann birtist puck takkinn og í honum getur maður stillt bæði stærð og gagnsæji þess tóls sem maður er að teikna/stroka út með. Einnig getur maður fest niður litapallettu og burstaval á meðan að maður vinnur myndir, þ.e. stillt viðmótið eftir þörfum. Í gegnum clutch takkann er líka að finna aðra valmöguleika, sem og “undo” og “redo” aðgerðirnar. [do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2014/06/nr.3.jpg” device=”note-12-white” align=”center” size=”medium”/]


Mjög góða eiginleika er að finna í flokkunun brushes og layers. Burstana – teiknitólin – má stilla ennþá frekar og breyta áferð og eiginleikum teiknitólanna. Teiknitólin eru m.a. blýantar, sprey, strokleður, pennar, ýmsar tegundir af málunarpenslum og áferðarmöguleikum o.fl. Í lagskiptingunni (e.layers) er hægt að færa inn myndir (t.d. af netinu, úr galleríinu, taka ljósmynd), gera lagið gagnsætt, læsa því, bræða lögin saman, kópera þau o.fl. Litapallettan er líka vel upp sett og hefur dropateljara tól til að sérvelja liti úr myndinni. [do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2014/06/nr.4.jpg” device=”note-12-white” align=”center” size=”medium”/]


Penninn (e. S-pen) sem fylgir Note tækninni frá Samsung virkar einstaklega vel í Sketchbook. Ekkert hökt og því engin bið eftir að aðgerðin birtist. Strikið teiknast þegar þú teiknar það, liturinn birtist um leið og þú leggur hann. Og þar sem tæknin er þrýstinæm (e.pressure sensitive) er hægt að gera daufar og þykkar línur, teikna laust og fast, sem þýðir að teikniupplifunin er  afar lík því að teikna á blað. Í stuttu máli sagt er Sketchbook í fremstu röð teikniforrita og Autodesk greinilega umhugað að forritið sé stöðugt. Ég hef ekki rekist á jafnoka þessa snjallforrits enn og hlakka mikið til að sjá hvaða eiginleikum Autodesk mun bæta við komandi Pro útgáfur og uppfærslur. Þetta er alvöru app! Hægt er að nálgast kennsluefni um Sketchbook fyrir Galaxy hér og þeir sem vilja kynna sér Sketchbook nánar geta gert það á heimasíðu Sketchbook eða smellt sér inn á Youtube.

Kostir

Frábær teiknigæði
Þrýstinæm teiknitækni
Burstaval gott
Lagskipting
Import/export möguleikar
Litapalletta í RGB og HSB
color picker tól
vistar jpeg, png og psd
vinnur vel með öðrum fríum öppum
Einfalt og þægilegt viðmót
Góð teikniupplifun

Gallar

Pro útgáfan kostar
Mætti hafa „magic wand“ tól
Mætti hafa „crop“ tól
Mætti hafa „grid“ tól
Fjöldi lagskiptinga fer eftir stærð myndar