Smábókaskápurinn á náms.is

 

Vefurinn Smábókaskápurinn hýsir nokkrar bækur fyrir þá sem eru að læra að lesa. Vefurinn er gagnvirkur og velja má að hlíða á textann lesinn, fylgjast með í upplestrinum, svara spurningum um efnið og fara í orðaleiki. Og lesa sjálfur skemmtilegar bækur.

 

Lýsing

Smábókaskápurinn er spjaldtölvuvænn vefur frá Námsgagnastofnun. Í skápnum er að finna tíu lestrarbækur sem henta nemendum sem eru að læra að lesa. Bækurnar eru gagnvirkar og hverri blaðsíðu fylgir spurning sem þjálfar lesskilning. Einnig fylgja með þrautir sem geta verið af ýmsum toga.

Þegar slóðinn er sleginn inn og skápurinn opnast, þá blasa strax við úrval bóka. Er bók hefur verið valin opnast hún og á vinstri síðu bókarinnar er að finna útskýringar á tökkum og táknum síðunnar. Táknin eru flest að finna fyrir ofan bókina, s.s. heim-takka, tilbaka-takka, hljóðspilunar-takka og þrauta-takka. Sitthvoru megin á síðunni eru örvar sem gefa til kynna flettingar (áfram og aftur til baka).

 [do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2015/07/output_R47qdM.gif” device=”s5-black-landscape” align=”center” size=”medium”/]


 

Smábókaskápurinn er frábær viðbót í snjalltækjaflóruna þar sem fáar gagnvirkar bækur eru til á íslensku fyrir yngsta aldurshópinn (enn sem komið er). Gagnvirkar bækur auka val nemenda á hvernig má nálgast námsefnið. Hitt er svo að með nettengt snjalltæki í höndunum má kíkja í Smábókaskápinn og æfa sig í lestri – hvar og hvenær sem er.

Skoða má fleiri umfjallanir á vefsíðum Námsgagnastofnunar hér í Snjallskólanum, s.s. á Stærðfræðipöddum og Kortavefsjá.

 

 

 

Kostir

Einfalt viðmót
Falleg hönnun
Hægt að stækka letur með því að stækka skjáinn
Allt á íslensku
Snjalltækjavænn vefur

Gallar

Gætir þurft að velja rétta vafrann (Firefox eða Chrome)