Stærðfræðipöddur á nams.is

 

Stærðfræðipöddur er spjaldtölvuvænn, gagnvirkur og litríkur vefur á vegum Námsgagnastofnunar þar sem börn geta þjálfað sig í samlagningu, frádrætti og margföldun.

 

Lýsing


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Námsgagnastofnun er með leikinn Stærðfræðipöddur, þar sem ungir stærðfræðingar geta þjálfað sig í grunnþáttum stærðfræðinnar, samlagningu, frádrætti og margföldun. Leikurinn er ekki app heldur leikur maður hann á netinu.

Þegar slóðinn er sleginn inn í vafra kemur upp litrík síða þar sem velja má á milli þriggja tákna, plús, mínus og margföldunartákns. Valið er eitt og þá birtast uppgefnir tölustafir á skjánum og sæti fyrir þá í dæmi. Nemendur eiga að raða tölustöfunum í sætin svo að dæmið gangi upp. Í leiknum er rödd sem veitir upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að, á hvaða takka eigi að ýta til þess að fá nýtt dæmi o.fl. Sama rödd lætur nemandann vita hvort svörin hans sé rétt eða ekki. Nemandi hefur lokið æfingunni þegar hann hefur náð þrjátíu dæmum réttum.

 

Leikurinn hentar nemendum á elsta stigi leikskóla og yngra stig grunnskóla eða öllum þeim krökkum sem eru að æfa sig í grunnatriðum stærðfræðinnar. Útlit æfinganna er með einföldu sniði, umhverfið er litríkt og hressandi og virðist hannað til að halda athygli nemenda við æfingarnar. Æfingarnar sjálfar eru aðeins ólíkar því sem vaninn er, þar sem engin tala er sett inn í dæmið fyrirfram. Skringilegar smápöddur gæða svo umhverfið lífi án þess að draga athyglina frá verkefninu. Mjög fínn leikur og góð viðbót í stærðfræðikennsluna hjá yngstu kynslóðinni, hvort sem er í kennslustofunni, heima eða einhversstaðar á ferðinni.

 

Kostir

Flott viðmót
Einfalt í notkun
Stærðfræði á leikjaformi

Gallar

Gæti þurft að velja réttan vafra (Firefox eða Chrome)
Erfitt að finna vefinn inná nams.is