Warning: Declaration of UL_Class_Walker::start_lvl(&$output, $depth) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_lvl(&$output, $depth = 0, $args = NULL) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/wp3menu.php on line 14

Warning: Declaration of Walker_Category_Filter::start_el(&$output, $category, $depth, $args) should be compatible with Walker_Category::start_el(&$output, $data_object, $depth = 0, $args = Array, $current_object_id = 0) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/posttypecategories.php on line 3
Íslenskt notendaviðmót – skiptir það máli? | SNJALLSKÓLI

Íslenskt notendaviðmót – skiptir það máli?

Íslendingar geta notað „fartölvu í leigubíl“ á meðan frændur okkar Danir þurfa að láta sér nægja að nota „laptop i taxa“. Til þess að svo megi vera áfram þarf skólastarf á Íslandi að miðast að því að nemendur hafi aðgang að námsefni og tölvubúnaði á íslensku ef þess er nokkur kostur.

Það hefur lengi verið keppikefli Íslendinga að varðveita og viðhalda íslenskri tungu þannig að ávallt megi finna orð á íslensku yfir þau viðfangsefni og þær nýjungar sem upp koma á hverjum tíma. Á tyllidögum – 17. júní og á Degi íslenskrar tungu – fara stjórnmálamenn gjarnan fögrum orðum um okkar dýrasta arf og hve mikilvægt það er landi og þjóð að gera tungumálinu hátt undir höfði. Það er ágætt enda segir máltækið að orð séu til alls fyrst. En stundum fylgir hugur ekki máli og athafnir ekki orðum.

Er íslensk málstefna til skrauts?

Eins og segir í kynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins eignuðust Íslendingar opinbera málstefnu í fyrsta sinn hinn 12. mars 2009 en þá samþykkti Alþingi tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu. Samþykkt Alþingis markaði þannig tímamót í sögu tungunnar. Í Málstefnu Málstefnu Stjórnarráðs Íslands segir m.a.:

…stjórnvöld skuli tryggja að unnt verði að nota íslensku á öllum sviðum íslensks þjóðlífs og að ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og skuli sjá til þess að hún sé notuð.

Það ætti því engin að þurfa að velkjast í vafa um hver stefna stjórnvalda er í þessum efnum. Það skaut þess vegna óneitanlega skökku við þegar ákveðið var að velja spjaldtölvur fyrir Alþingi Íslendinga en fyrir valinu urðu tæki sem ekki eru með íslensku notendaviðmóti. Enda vafðist það nokkuð fyrir varaformanni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis að útskýra í viðtali á Bylgjunnihvernig á þessu vali stæði. Svo skemmtilega vildi til að viðtalið fjallaði um starf nefndar sérfræðinga í málvísindum og upplýsingatækni til að stuðla að notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni, eins og það var orðað.

Ord-Athafnir

Orð og athafnir: Orð eru til alls fyrst, nema stundum.

(Van)þekking á viðfangsefninu

Ekki skal gerð tilraun til að útskýra hvenig það má vera að orð og athafnir fari ekki betur saman en raun ber vitni í þessu tiltekna máli. Ef til vill er vanþekkingu um að kenna hjá þeim sem taka slíka ákvörðun. Að minnsta er óhætt að fullyrða að fréttir af fundarhöldum í Menntamálaráðuneytinu um stöðu íslenskrar tungu gagnvart spjaldtölvum og lesbrettum í grunnskólum veki upp spurningar um hvort stjórnvöld séu nægilega vel með á nótunum.

Í fundarboðinu1 segir að það sé „áhyggjuefni að allt notendaviðmót spjaldtölva og lesbretta er á ensku“. Þetta er sem betur fer orðum aukið hjá ráðuneytinu – nánar tiltekið kolrangt – enda var og er það svo að Android stýrirkerfið er á íslensku en eins og flestir vita.

placeit - MRN-fundar

Notendur snjalltækja með Android stýrikerfi geta valið að hafa notendaviðmótið á íslensku en um leið lesið fregnir af því að ráðuneyti hafi áhyggjur af því að ekkert notendaviðmót sé til á íslensku. Hvernig má það vera?

Það vissulega rétt að stýrikerfi fyrir búnað frá Apple (iPad spjaldtölvur og iPhone símar) er ekki á íslensku. Hins vegar er hægt að gleðjast yfir því að Android snjallsímar og spjaldtölvur eru almennt með íslensku notendaviðmóti og uppfylla að því leyti þau markmið sem fram koma í málstefnu Stjórnarráðs Íslands.

Fyrir utan íslenskt notendaviðmót – sem auðvitað felur í sér að hægt er að skrifa „þ“ og „ð“ og alla aðra bókstafi íslenska stafrófsins – skilja Android spjaldtölvur og símar mælt íslenskt mál!  Um er að ræða byltingu í máltækni sem Snjallskólinn telur að eigi erindi íslenskt skólafólk og aðra sem láta sig málið varða .

Fyrir utan almennt notagildi á máltækni erindi í skólastarf – ekki síst fyrir þá sem eiga erfitt með að nota eigin rithönd eða aðrar hefðbundnari aðferðir til að slá inn texta. Máltækni opnar þannig leið fyrir lesblinda og fatlaða sem eiga í erfiðleikum með að tileinka sér hluti sem mörgum þykja sjálfsagðir.

Ef ekki hugað verður að því að tryggja stöðu íslenskrar tungu í upplýsingatækni á Íslandi er hætt við að Íslendingar muni þurfa að segja ‘start engine’ í stað þess að nota okkar ástkæra og ylhýra móðurmál og gæti það hrundið af stað hraðari breytingum á íslenskri tungu en áður hafa sést. Snjallskólinn vill gjarnan taka þátt í að tryggja að íslenskan haldi áfram að vera lifandi tungumál. Hver er þín skoðun á málinu?

  1. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins boðaði ráðuneytið til fundarins 7. maí 2012

One response to “Íslenskt notendaviðmót – skiptir það máli?”

  1. […] Því er auðsvarað, hún glatast. Við komum kannski til með að þurrka af henni rykið á tyllidögum undir blaktandi íslenskum fánum en hún verður ekki lengur þjóðtunga. Við sem málnotendur […]