Warning: Declaration of UL_Class_Walker::start_lvl(&$output, $depth) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_lvl(&$output, $depth = 0, $args = NULL) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/wp3menu.php on line 14

Warning: Declaration of Walker_Category_Filter::start_el(&$output, $category, $depth, $args) should be compatible with Walker_Category::start_el(&$output, $data_object, $depth = 0, $args = Array, $current_object_id = 0) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/posttypecategories.php on line 3
Snjallir fjölmiðlamenn | SNJALLSKÓLI

Snjallir fjölmiðlamenn


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Einn af þeim fjölmörgu möguleikum sem snjalltæki í skólastarfi bjóða upp á er að nemendur vinni verkefni með því að taka ljósmyndir og myndskeið og miðli líkt og fjölmiðlar gera. Snjallskólanum hafa borist fyrirspurnir um hvernig best sé að bera sig að – m.a hvernig megi tryggja hljóðgæði í myndskeiðum – þegar nemendur og kennarar vinna myndskeið og fannst okkur því tilvalið að hafa samband við mbl.is og Morgunblaðið til að fá ráðleggingar frá atvinnumönnum sem nota snjalltæki daglega til að vinna fréttaefni.

Júlíus Sigurjónsson (JS), verkstjóri ljósmyndadeildar MBL.

Júlíus Sigurjónsson (JS), verkstjóri ljósmyndadeildar MBL.

Snjallskóli.is náði tali af Júlíusi Sigurjónssyni (JS) verkstjóra ljósmyndadeildar og Snorra Guðjónssyni (SG) kerfisstjóra í tæknideildinni, en ljósmyndadeildin og tæknideildin sinna fjölmiðlum útgáfufélagsins Árvakurs, Morgunblaðinu og mbl.is. Júlíus hefur starfað hjá félaginu síðan 1984 og Snorri síðan 1995, svo hér eru miklir reynsluboltar á ferð. Saman hafa þeir verið í broddi fylkingar við innleiðingu snjalltækni þar á bæ. Snjallskólinn bað þá um að svara nokkrum spurningum sem aðstoðað gætu skólafólk til að gera myndir og myndskeið – eins og atvinnumenn – og upplýsa um leið um hvernig miðlarnir bera sig að við snjalltæknina.

Hvenær og af hverju réðst Morgunblaðið í snjalltækjavæðingu?

JS: Við erum búnir að vera með Samsung síma í hinum ýmsu verkefnum vel á annað ár. Ástæðan fyrir innleiðingunni er raunar sáraeinföld: Til þess að geta komið fréttum utan úr bæ á sem skemmstum tíma inn á mbl.is og Morgunblaðið. Við viljum alltaf vera fyrstir með fréttirnar svo þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum prófað. Og hún hefur reynst okkur vel bæði hvað varðar ljósmyndir og myndskeið.

Snorri Guðjónsson (SG) kerfisstjóri í tæknideild MBL.

Snorri Guðjónsson (SG) kerfisstjóri í tæknideild MBL.

Þá liggur beinast við að spyrja nánar um notkun snjalltækjanna?

JS: Við notum tækin orðið mjög mikið. Við tökum myndskeið við ýmisleg tækifæri, t.d. af stjórnmálamönnum eftir ríkisstjórnarfundi, tökum upp viðskiptaviðtöl á ráðstefnum og íþróttafréttamennirnir nota tækin til þess að taka upp viðtöl við leikmenn fyrir og eftir leiki, allt frá landsleikjum til venjulegra deildarleikja, já og myndskeið af hinum ýmsustu íþóttaviðburðum. Svo tökum við líka almenn fréttamyndskeið af hinum og þessum fréttaviðburðum.

Okkur skilst að þið notið myndavélar símanna oft til ljósmyndunar.

JS: Já, við notum símana oft á tíðum bara eins og hefbundnar myndavélar. En aðstæður verða þá að vera góðar, t.d. ljósskilyrðin og fjarlægðin, því það skiptir okkur máli að máli að vandað sé til verka. Til að laga myndirnar og skera þær til notum við forrit sem heitir Aviary. Það er mjög gott myndvinnsluforrit. En síðan notum við símana líka til að senda myndir úr Canon atvinnumannamyndavélunum okkar. Þá erum við með þráðlaus kort í myndavélunum sem senda myndirnar í snjallsímann og þaðan áfram upp á blað. Þetta hefur mikla hagræðingu í för með sér. Svo er líka hægt að setja myndirnar beint inn á Twitter, á Facebook eða Instagram. 

Hefur þetta verið mikil breyting fyrir ykkur?

JS: Já, þetta hefur haft umtalsverða hagræðingu í för með sér. Allir okkar símar eru með dagbækur og póst deildarinnar og getum við ljósmyndararnir því séð í rauntíma hvaða myndatökur á að taka hverju sinni, þar sem símarnir samstilla sig við verkstjóratölvuna á blaðinu. Hér áður fyrr þurftu menn að mæta upp á ritstjórnina til þess að fá verkefnalistann útprentaðan. Í dag opnar ljósmyndarinn bara símann sinn þegar vinnutíminn hefst, hvar svo sem hann er staddur, og sér þá undir eins hvaða verkefnum honum hefur verið úthlutað. Svo það sparar verulega sporin að nota þessa snjalltækni.

Ljósmyndir teknar á snjallsíma þykja nógu góðar til að prýða miðopnu Morgunblaðsins.

Ljósmyndir teknar á snjallsíma þykja nógu góðar til að prýða miðopnu Morgunblaðsins.

 

 

Hvað réði því hvaða tæki þið notið?

JS: Við notum Samsung Galaxy síma – S2, S3, S4 og Note 3. Við notum alla þessa síma í myndskeiðum. Þegar t.d íþróttadeildin eða viðskiptadeildin fer að til að taka viðtöl úti í bæ þá er síminn auðvitað notaður í upptökuna. Það á við um bæði hljóð og mynd. Við höfum sett þann staðal að taka myndina alltaf upp í háskerpu (HD). Einn stór kostur við þessi tæki sem við notum er að þegar myndskeiði er skotið er hægt að “skjóta-klippa”, eins og ég kalla það, með myndvél tækisins. Við skjótum með símanum og gerum síðan myndskeiðin klár til notkunar. Allt í sjálfum símanum.

Hvað áttu við með „skjóta-klippa“?

JS: það er mjög einföld aðferð til að gera myndskeið. Hún er þannig að þú tekur t.d. skot á einum stað, setur svo á pásu á skotið, finnur annan stað eða sjónarhorn og heldur áfram að taka og svo koll af kolli, þar til þú hefur náð því sem þú ætlar. Svo þegar þú ert sáttur þá slekkur þú og ein heil skrá er tilbúin. Ég held að þetta sé eingöngu mögulegt á android snjalltækjum. Hér má sjá innlenda frétt þar sem „skjóta-klippa“ aðferðinni er beitt.

dansa-myndskeid

Hér að ofan má sjá dæmi um frétt þar sem myndskeið var tekið upp í á snjallsíma með svokallaðri „skjóta-klippa“ aðferð.


 

Hvenær notið þið vídeoritil og hvaða ritil notið þið?

JS: Ef einhverjir hnökrar verða í myndskeiðinu, t.d. að einhver labbi fyrir linsuna og/eða það er einhver bútur sem þú vilt klippa í burtu, þá kemur til kasta CuteCut . Það er snjallforrit sem virkar virkar þannig að þú færir skæri til og frá á þann bút sem þú vilt klippa úr myndskeiðinu og málið er leyst. Því að gera einfalda hluti flókna, ha!

Nú eru myndskeiðin oft stór skjöl. Hvernig bregðist þið við því?

JS: Það er býsna algengt að myndskeið séu stór. Ef viðtal er t.d. 2 mínútur þá er myndaskráin hátt í 200 mb, sem er náttúrlega of stórt til að senda frá okkur í gegnum símkerfið. Til að leysa það mál þá umbreytum við skránni í 10-20 Mb, stillum stærðina á því í hlutföllin 16:9 o.s.frv. Þessar breytingar gerum við í smáforriti sem kallast VidCon. Það er í því forriti sem við stillum myndskeiðin eins og best hentar spilun á vefnum okkar, www.mbl.is. Þetta app er algjör snilld. Það umbreytir 200 mb skrá í 20 mb á u.þ.b. 10-15 mín, allt eftir stærð skrárinnar. Og eins og áður sagði þá er þetta allt gert í símanum og þarna skiptir máli að vera með öflugan síma eins og Note 3 sem er með gríðarlega öflugan örgjörva. Þegar Vidcon hefur lokið við að umbreyta myndskeiði þá gefur síminn tilkynningu um að umbreytingunni sé lokið og myndskeiðið er tilbúið í þeirri stærð og með þeim stillingum sem við óskuðum.

 Þið eruð auðvitað hér og þar að mynda og oft að keppa við tímann, eins og þú segir. Hvernig sendið þið fréttaefnið á milli?

JS: Við sendum myndskeið frá okkur í gegnum símakerfið. Sumir geta eflaust sent það í gegnum snúru eða á einhvern annan hátt og þurfa sem sagt ekki endilega að senda efnið í gegnum símakerfi. En til að senda myndskeið frá vettvangi í kerfi mbl.is þá notum við einfaldlega forrit sem heitir FtpCafe. Ef þú ert í góðu 4G sambandi þá tekur það ekki nema 1-2 mín að senda 20 mb skrá.

Hvernig berið þið ykkur að á tökustað?

JS: Þegar við tökum viðtalsmyndskeið með hljóðnema þá notum við lítinn einfót sem stendur alveg sér. Ofan á einfótinn kemur klemma og þar í stingum við símanum. Síðan snúrutengjum við hljóðnemann við símann með því að tengja hljóðnemasnúruna í innstunguna fyrir heyrnatól á símanum.  Þá getur fréttamaðurinn tekið upp bæði í einu, hljóð og mynd. Við notum hljóðnema frá framleiðendunum Hama og Sennheiser, en til þess að geta notað þessa hljóðnema með snjallsímum þurftum við að breyta hljóðnemasnúrutenglinum. Að vísu verður hljóðið þá ekki lengur víðóma heldur einrása eða mono. En það hefur ekkert verið að flækjast fyrir okkur hingað til því hljóðgæðin eru mjög fín.

MBL-vidtal

Blaðamaður tekur upp viðtal við vegfaranda með snjallsíma og stefnuvirkum hljóðnema.

Segið okkur aðeins meira frá þessu hljóðnema máli.

SG: Eins og Júlíus kom inn á hér áðan þá byrjuðum við þetta verkefni með það í huga að geta m.a. tekið viðtöl á snjallsíma og setja á mbl.is. Fljótlega kom í ljós að myndgæðin voru í lagi en oft voru hljóðgæðin ekki nægilega góð, sérstaklega ef mikill kliður var í kringum viðmælandann, sem oft er tilfellið t.d. í kringum íþróttaviðburði. Þá kom upp sú hugmynd að tengja stefnuvirkari og meira “pró” hljóðnema við símann. Eftir smá „gúggl“ og lestur á android-nörda-síðum komumst við að því að þegar tekin eru upp myndbönd á símann er hljóðrásin í símanum opin í gegnum innstunguna fyrir heyrnartól. Þar má þess vegna tengja auka hljóðnema.

SamsunAVPinoutVandamálið var hinsvegar að þessi tenging var hönnuð fyrir handfrjálsan búnað og þar með mjög litla hljóðnema. Ef hljóðneminn er undir 1 kΩ (1 kíló-ohm = 1000 ohm) slær símtækið hljóðrásinni út og notar innbyggða hljóðnemann í tækinu sjálfu. Hitt er svo að flestir góðir stefnuvirkir hljóðnemar í dag eru undir 1 kΩ. Til að leysa þennan viðnámsvanda má raðtengja viðnám við hljóðnemann og láta það samanlagt vera hærra en 1 kΩ. Hinsvegar má viðnámið ekki vera of mikið því þá verður hljóðstyrkur upptökunnar of lágur. Við komumst að því að best er að láta viðnámið vera rétt yfir 1 kΩ.

Og hvernig leystu þið þá málið?

G.S.: Við leystum málið með því að kaupa hljóðnema með innbyggðum magnara. Þeir hafa viðnám yfir 1 kΩ og þurftum því ekkert að eiga við hljóðnemann sjálfann. Við breyttum millisnúrunni frá símanum í hljóðnemann til að hún passi fyrir hljóðnemann. Það er gert þannig að víringunni (hvernig snúran er tengd) hefur verið breytt í snúrutenglinum. Við breyttum þannig snúrutenglinum fyrir þær tegundirnar sem við notum, Hama og Sennheiser.

Þurftuð þið að hala niður einhverjum sérstökum smáforritum fyrir hljóðnemana?

JS: Við hlöðum engum sérstökum forritum niður fyrir hljóðnemana. Tengjum þá bara beint við símann, þ.e. notumst bara við myndavéla appið sem fylgir símanum. Hljóðnemarnir sjálfir eru svo með stillingu, „nær eða fjær“, sem við nýtum okkur eftir þörfum.

Takið þið ekki stundum upp myndskeiðið sér og hljóðið sér?

JS: Við reynum að hafa þetta eins einfalt og hægt er og tökum upp hljóð og mynd saman, svo að segja beint af kúnni. Þ.e. notum bara videoupptökuna í símanum sem tekur upp mynd og hljóð saman, eins og áður sagði. Þetta hefur gefist vel og því ekki þörf fyrir aðrar lausnir þegar við tökum upp á símana. 

Hafið þið einhver ráð til kennara og nemenda um myndatöku?

JS: Kannski örstutt um það hvernig við skjótum fréttamyndskeiðin yfirleitt: Við veljum staðsetningu og komum okkur svo í góða stöðu. Þegar ég tala um „góða stöðu“ á ég við að myndavélin má ekki hristast mikið. Þess vegna stend ég oft gleiðfættur þegar ég mynda, halla mér upp að húsvegg eða bíl. Við hugleiðum fyrirfram hvernig við ætlum að skjóta myndskeiðið. Ef við ætlum að „pana (þ.e. taka upp myndskeið með hliðarhreyfingu frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri), þá ýtum við á upptöku, teljum upp á fjóra til fimm, síðan byrjum við rólega að hreyfa okkur til hægri eða vinstri, allt eftir því í hvað á við (við svona tækifæri vind ég aðeins upp á efri líkamann og nota svo mjaðmirnar við að snúa mér). Síðan þegar við endum upptökuna, (erum komin frá a-b) þá teljum við aftur upp á fjóra til fimm áður en við setum á pásu eða slökkvum á upptökunni.  Það er nefnilega svo leiðinlegt að enda myndskeið í miðri hreyfingu. Einnig má taka nokkrar sekúndur frá einu og sama sjónarhorninu, því það er ekki gaman að horfa á myndskeið sem bara er „panað“ fram og tilbaka. Við reynum að blanda þessu saman og hafa fjölbreytni í upptökunum, að „pana“ og taka stöðuskot og sitthvað sem okkur dettur til hugar. Eitt reynum við þó að oftast forðast. Það er að pana upp og niður. Það finnst okkur einfaldlega ekki vera “pró” og heyrir því til undantekninga að sjá slík skot hjá okkur.

Við þökkum þeim Júlíusi og Snorra kærlega fyrir upplýsingarnar og óskum þeim og samstarfsfólki þeirra á mbl.is og Morgunblaðinu góðs gengis.

 

Comments are closed.