Warning: Declaration of UL_Class_Walker::start_lvl(&$output, $depth) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_lvl(&$output, $depth = 0, $args = NULL) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/wp3menu.php on line 14

Warning: Declaration of Walker_Category_Filter::start_el(&$output, $category, $depth, $args) should be compatible with Walker_Category::start_el(&$output, $data_object, $depth = 0, $args = Array, $current_object_id = 0) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/posttypecategories.php on line 3
Spegluð kennsla í Álftanesskóla | SNJALLSKÓLI

Spegluð kennsla í Álftanesskóla


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Haustið 2013 var kennsluaðferðum í náttúrufræði breytt í 8. og 10. bekk Álftanesskóla. Í stað hefðbundinna kennsluaðferða, þar sem nemendur taka niður glósur og kennari kemur með innlögn og viðeigandi útskýringar, var notast við speglaða kennslu. Námsefnið var hlutað niður, tekið upp og gert aðgengilegt á Youtube. Nemendur unnu svo ýmis verkefni í tímum ásamt því að taka þátt í hópverkefnum og fleiri námstengdum verkefnum. Haustið 2014 var síðan 9. bekk bætt við í tilraunahópinn.

Framkvæmdin

Að jafnaði var sett inn eitt myndband á viku fyrir hvorn bekk. Nemendur áttu að vera búnir að horfa á myndbandið í upphafi hverrar viku. Flest myndskeiðanna voru fimm til tíu mínútur að lengd og var ítrekað mikilvægi þess að nemendur horfðu á hvert myndband eins oft og þau töldu sig þurfa til að ná  tökum á efninu.

Nemendur geta horft á myndböndin í skólanum eða hvar og hvenær sem þeir vilja.

Nemendur geta horft á myndböndin í skólanum eða hvar og hvenær sem þeir vilja.

Viðhorfskönnunin

Í janúar 2014 var lögð viðhorfskönnun fyrir nemendur þar sem spurt var m.a. hvernig þeim líkaði kennsluaðferðin  (spurningalistann má sjá hér). Könnunin var lögð fyrir alla nemendur í 8. og 10. bekk. Alls svöruðu 41 af 45 nemendum í 8. bekk og 29 af 36 nemendum í 10. bekk. Ekki svöruðu allir nemendur öllum spurningunum.

Einnig var lögð viðhorfskönnun fyrir foreldra og forráðamenn. Sú könnun var ekki eins ítarleg og sú sem lögð var fyrir nemendur. Foreldrakönnunin var lögð fyrir þá rafrænt á síðunni surveymonkey.com og fengu foreldrar tilkynningu um þátttöku í tölvupósti. Alls svöruðu 34 foreldrar nemenda í 8. bekk og 27 foreldrar nemenda í 10. bekk. Niðurstöðurnar má finna hér að neðan.

Samantekt

Niðurstöðurnar benda til þess að mikill meirihluti nemenda og foreldra  er ánægður með þær breytingar sem gerðar hafa verið á náttúrufræðikennslu í 8. og 10. bekk í vetur. Langflestar athugasemdir sem bárust með þessari viðhorfskönnun eru jákvæðar.

Nemendur horfa að jafnaði einu sinni til þrisvar á hvert myndband en lagt var upp með að nemendur myndu horfa jafnvel oftar en það. Vel flestum virðist ganga sæmilega  að muna eftir því að horfa á myndskeiðin en þarna má bæta úr svo helst engum þyki erfitt að muna eftir þeim. Það er lítill munur á bekkjunum þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar að þessu leyti. Þó virðast nemendur í 10. bekk horfa heldur oftar en nemendur í 8. bekk og þeir vera almennt ánægðari með þessa kennsluaðferð.

Af könnuninni að dæma eru nemendur mjög sáttir við vendi-kennsluaðferðina og eins og fram kemur vilja nær allir halda áfram á þessari braut. Einnig telur mikill meirihluti nemenda að tímarnir séu skemmtilegri en áður og benda á  marga kosti við þessa kennsluaðferð.

Þegar munur á kynjum er skoðaður þá sýna niðurstöðurnar að drengir eru heldur ánægðari en stúlkur. Að vísu þarf að athuga að í 10. bekk eru mun fleiri drengir en stúlkur, en niðurstöðurnar engu að síður áhugaverðar. Ef aðrir eru að fá svipaðar niðurstöður þyrfti í raun að rannsaka málið frekar.

Þegar svör foreldrana eru skoðuð má sjá að foreldrar barna í 8. bekk fylgjast  betur með því hvort börnin horfi á myndskeiðin  en foreldrar barna í 10. bekk og að þeir horfa oftar saman með þeim á þau .

Hvað tekur við?

Það er alveg ljóst að þessi kennsluaðferð verður notuð áfram í kennslu í náttúrufræðinni. Í vetur hefur farið gríðarlega mikill tími í að útbúa myndskeiðin. Það hefur haft það í för með sér að tíminn sem ég hef haft til að undurbúa önnur verkefni hefur verið minni en ég hefði viljað. Veturinn 2014 til 2015 fer í að útbúa myndbönd fyrir 9. bekk og útfæra frekar verkefni fyrir tímana. Ég sé fram á að næstu eitt til tvö árin verði nýtt áfram til að útbúa kennsluefni fyrir vendikennslu áður en vinnan kemst aftur í eðlilegt horf.

Að lokum

Vendikennsluaðferðin gefur okkur mun meiri tíma til að sinna kennslu og námi á annan hátt en áður og að gera jafnvel hluti sem mann dreymir um að gera en hefur lítinn tíma til að útfæra. Sem dæmi má nefna að í efnafræðinni í 8. bekk haustið 2013 gat ég haft fleiri verklegar tilraunir en ég hef haft áður og haustið 2014 fjölgaði þeim enn til muna. Það er samt alveg ljóst að það tekur nokkur ár að þróa kennsluaðferðina og útheimtir það mikla vinnu. Ég er engu að síður mjög sáttur við útkomuna hingað til þó að í baksýnisspeglinum vildi maður alltaf gera betur. Ég ætla óhikað að halda áfram á sömu braut.

Niðurstöður skýrslunnar má sjá í þessu PDF-skjali.

Meiri tími er fyrir verklegar tilraunir en áður.

Meiri tími er fyrir verklegar tilraunir en áður.


 

Hér að neðan eru nokkrar athugasemdir og vangaveltur höfundar um vendikennslu sem e.t.v. geta orðið öðrum til umhugsunar og jafnvel gagns.

 

Punktar til umhugsunar um speglaða kennsluhætti

  • Það þarf að finna vettvang (forrit) til að halda utan um efnið. Það þarf að hugsa um hvernig framsetning efnisins á að vera en það er mismundandi eftir námsgreinum og kennurum. Spurning hvort fleiri skólar – eða jafnvel námsgagnastofnun – taki sig saman og framleiði vandað kennsluefni. Eins þarf að huga að því hvort eigi að nota borðtölvu, fartölvu eða spjaldtölvu.
  • Kostir fartölvu eða borðtölvu eru þeir að það er hægt að nota stærri forrit sem bjóða upp á fleiri valmöguleika varðandi myndir og myndskeið. Einnig eru margir enn óvanir því að vinna í spjaldtölvum.
  • Kostir spjaldtölvunnar eru þeir að það er auðveldara að skrifa eða teikna á þær. Þær eru einfaldari (s.s. viðmótið) og fljótlegara er að vinna á þær. Henta sérlega vel í stærðfræði.
  • Þörf er á að  finna góð forrit til að taka upp kynningarnar. Þau forrit má vel vera  það sama og heldur utan um efnið, en það á helst við um spjaldtölvur.
  • Huga þarf sérstaklega  að hljóðinu. Það þarf að nota þokkalegan hljóðnema (í flestum tilfellum ættu leikjaheyrnartól að duga). Eins þarf að huga að umhverfishljóðum og hljóðvist. Gott er að vera með eitthvað í kring um sig sem dregur í sig umhverfishljóð og bergmál (teppi, sæng eða eitthvað annað svipað). Svo þarf vitanlega að velja sér stað og stund þar sem gott næði er.
  • Passa þarf að  kynningarnar séu ekki of langar og ekki sé verið að útskýra of mörg atriði í einu. Hér skiptir aldur nemenda máli en gott þykir að hafa kynningarnar á milli fimm og tíu mínútna langar. Alls ekki lengri en fimmtán mínútur og það fyrir allra elstu nemendurna.
  • Huga þarf að framsetningu efnisins. Það skiptir máli að vera skýr bæði í framsetnigu og útskýringum. Passa þarf að fara ekki út í of langar útskýringar, en ná engu að síður að koma efninu skilmerkilega á framfæri.

Eftirfarandi forrit voru notuð í kennslunni:

  • Lynx – Til að halda utan um námsefnið í náttúrufræði
  • Camtasia – Til að taka upp náttúrufræðikynningarnar
  • Explain Everything – Til að búa til og taka upp stærðfræðikynningarnar á spjaldtölvu

Comments are closed.