Warning: Declaration of UL_Class_Walker::start_lvl(&$output, $depth) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_lvl(&$output, $depth = 0, $args = NULL) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/wp3menu.php on line 14

Warning: Declaration of Walker_Category_Filter::start_el(&$output, $category, $depth, $args) should be compatible with Walker_Category::start_el(&$output, $data_object, $depth = 0, $args = Array, $current_object_id = 0) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/posttypecategories.php on line 3
Stafræn borgaravitund | SNJALLSKÓLI

Stafræn borgaravitund


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Ein stærsta breyting sem átt hefur sér stað í nútímasamfélagi á sér stað einmitt nú um mundir. Hún kemur fram í breyttu háttalagi og hegðanamynstri manna, sem rekja má til stóraukinnar netnotkunar og stökkbreyttum netaðgangi. 

Á árunum 2007-8 hófst almenn snjalltæknivæðing á Íslandi og með handhægum snjalltækjunum varð netið skyndilega aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Snjalltæki gerir netið vissulega aðgengilegt, en aukin notkun fólks á samskiptamiðlum gerir snjalltækið aftur að ómissandi og persónulegu tæki sem menn vilja helst hafa stöðugt við hendina. Aukin netdvöl með tilheyrandi fjölgunum stafrænna athafna og aðgerða, kallar á aukna vitund notenda. Sú vitund lýtur að því hvað netið er, hvernig netið virkar og hvernig menn ættu að haga sér á þeim vettvangi. Þessi ákallandi vitundarvakning nú í upphafi 21. aldarinnar hefur verið nefnd stafræn borgaravitund.

Hvað er stafræn borgaravitund?

Stafræn borgaravitund (e. digital citizenship) er að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingaverða hegðun þegar tækni er notuð eða þegar tekið er þátt í stafrænu umhverfi. Stafræn borgaravitund er víðtækari en t.d.  almennar siðareglur í tölvupóstsamskiptum. Hún snýst m.a. um að forðast ritstuld, virðing höfundarréttar, hvernig á að leita, finna og leggja mat á upplýsingar, verndun persónuupplýsinga, stuðla að öruggri og ábyrgri netnotkun, almennar samskiptareglur, viðbrögð við einelti á netinu o.s.frv.

 

Hlutverk skóla er að undirbúa nemendur til þrífast á 21. öldinni. Stafræn borgaravitund, með áherslu á bæði siðferðilega hegðun og öryggi, er lykilþáttur í að kenna nemendum að nota stafræna tækni svo að nemendur nýti sem best möguleika sína í námi.

 

Hægt er að skipta stafrænni borgaravitund í níu hluta:

 1. Aðgengi: Full þátttaka í stafrænu samfélagi. Grunn mannréttindi. Sama tækni hentar ekki öllum. Aldur notandanda. Sérþarfir notenda, s.s. vegna fötlunar..
 2. Verslun: Kaup og sala á netinu. Ólöglegt niðurhal. Fjárhættuspil.
 3. Samskipti: Rafræn umferð upplýsinga. Miðlun og dreifing samskiptalegs efnis á netinu.
 4. Læsi: Þekking á því hvenær og hvernig viðeigandi er að nota stafræna tækni. Miðlalæsi.
 5. Siðferði: Siðgæðisvitund sem búist er við af notendum stafrænnar tækni. Neteinelti. Sexting. Meiðyrðimál.
 6. Lög og reglur: Lög og reglur sem gilda um tækninotkun. Auðkennisþjófnaður. Ólöglegt niðurhal. Innbrot í tölvukerfi.
 7. Réttindi og ábyrgð:  Réttindi og frelsi sem notendur stafrænnar tækni hafa og þær væntingar um ábyrga hegðun sem fylgja því. Réttur barna til verndar skaðlegu efni, friðhelgi einkalífsins. Við berum ábyrgð á því sem við gerum.
 8. Heilsa og velferð: Líkamleg og sálræn heilsa í tengslum við notkun stafrænnar tækni. Tölvunotkun getur valdið álagi á líkamann. Netávani. og netfíkn.
 9. Öryggi: Varúðarráðstafanir sem hver og einn notandi þarf að gera til að tryggja öryggi sitt.

  Er fullorðna fólkið ábyrgir netborgarar?

Truflar fundinn-skop-BRF

Hér áður fyrr þótti ekki viðeigandi hegðun að eiga í háværum samræðum hvar og hvenær sem er.

 

Ég tel að við getum flest verið sammála um að við fullorðna fólkið erum oft ekki góðar fyrirmyndir barna í þessum efnum. Nærtækast er að skoða athugasemdir á frétta- og samfélagsmiðlum. Oftar en ekki snúast þær um persónu viðkomandi í stað þess að ræða málin efnislega og þar sem fólk færir rök fyrir máli sínu.

 

Einnig má nefna ólöglegt niðurhal í þessu sambandi. Fólk hleður niður bíómyndum og tónlist án þess að borga fyrir það og jafnvel stærir sig af því opinberlega. Símanotkun á óheppilegum tímum er dæmi um óábyrgan netborgara. Hver kannast ekki við það að sími hringir hjá einhverjum sem staddur er á fundi með öðru fólki og viðkomandi fer að tala í símann í stað þess að slökkva á honum eða fara fram ef símtalið er áríðandi?

 

Þessa óábyrgu hegðun má hugsanlega skýra með því að við erum sjálfmenntuð þegar kemur að þessum málum. Við höfum ekki náð að yfirfæra almennar skynsemis- og kurteisreglur yfir í netheima; skrifum jafnvel hluti á netið sem við myndum aldrei segja opinberlega.

 

Að kenna stafræna borgaravitund

 

Er hægt að kenna stafræna borgaravitund í grunnskólum en jafnframt banna notkun snjalltækja? Nei tæplega, ekki frekar en að kenna sund án vatns og smíði án timburs, því málið snýst um að kunna að nota, en ekki einfaldlega vita um hvernig á að nota. Bæði evrópskar og kanadískar rannsóknir sýna að upplýsingatækni sé lykilþáttur í menntun á 21. öldinni. Árið 2010 setti Evrópusambandið sér stefnu til ársins 2020 til að bæta hagvöxt í ríkjum sambandsins. Menntun er einn af þeim þáttum sem eru hluti af þessari áætlun og í henni felst að það þurfi að gera grundvallarbreytingar á menntun til að Evrópa geti verið samkeppnishæf og sigrast á núverandi kreppu. Nýsköpun í menntun og þjálfun eru lykilatriði og til að ná settum markmiðum þá er það mat helstu menntunarfræðinga og hagsmunaaðila að upplýsingatækni sé þar í aðalhlutverki. Skólar geta því ekki skorast undan þeirri ábyrgð sem uppeldis- og menntastofnun að stuðla að stafrænni borgaravitund meðal barna og ungmenna. Enda stendur það skýrum stöfum í aðalnámskrá að:

 

Við lok 4. bekkjar getur nemandi sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og verið meðvitaður um gildi ábyrgrar netnotkunar.” Og við lok grunnskóla eiga ungmennin að búa við þónokkra stafræna borgaravitund samkvæmt aðalnámskrái:

“Við lok 10. bekkjar getur nemandi sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og heimilda og verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekur ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum.“

 

Eru snjalltæki vandamál í skólum í dag?

Ef svo er þá er engin lausn að banna tækin í skólum og láta sem þau séu ekki stór hluti af hversdagslegri tilveru ungs fólks. Börn og ungmenni eiga í mjög miklum félagslegum samskiptum hvert við annað á netinu, m.a. í gegnum ýmsar gerðir samskiptamiðla. Vitanlega þarf að kenna hvernig heilbrigð og ábyrg mannleg samskipti eiga sér stað þar eins og annars staðar, en vegna fjarlægðarinnar þar sem samskiptin eru ekki bein og augliti til auglitis og viðbrögð fólks því ekki augljós er alveg sérstök ástæða til að efla fræðslu á þessu sviði. Samhliða því er almenn fræðsla um eðli internetsins nauðsynleg. Það fer því betur á því að að setja sanngjarnar og eðlilegar umgengnisreglur í stað þess að banna tækin alfarið.

 

Snjalltæknin er orðin útbreidd og almenn í samfélaginu. Það að kenna börnum að nota þessi tæki með réttum og ábyrgum hætti er nýtt og ákallandi samfélagslegt verkefni og sem slíkt samvinnuverkefni heimilis og skóla. Það er alls nefnilega ekki sjálfgefið að fólk noti snjalltækin á skynsaman máta. Eins og fram hefur komið er vekur hin nýfengna sítenging borgaranna upp ýmsar spurningar og veita snjalltækin m.a. aðgang að stærsta úrvali afþreyingarefnis sem um getur. En það er munur á því að nota tækin eða verða notaður af þeim og þess vegna skiptir viðhorf manns til hinnar nýju tækni og tækjabúnaðar máli. Stuðla þarf að skynsamlegri notkun og nýtingu snjalltækninnar í auknum mæli eða þess sem nefnt er stafræn borgaravitund.

 

Af þessu að dæma má vera ljóst að ef við veljum þá leið að uppfræða og leiðbeina – í stað þess að banna notkun – þá er mun líklegra að snjalltæknin og hin stafræna borgaravitund verði öflug viðbót sem bætir skólastarf, þrói kennsluhætti og styrki nám nemenda.

 

 

 

Comments are closed.