Warning: Declaration of UL_Class_Walker::start_lvl(&$output, $depth) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_lvl(&$output, $depth = 0, $args = NULL) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/wp3menu.php on line 14

Warning: Declaration of Walker_Category_Filter::start_el(&$output, $category, $depth, $args) should be compatible with Walker_Category::start_el(&$output, $data_object, $depth = 0, $args = Array, $current_object_id = 0) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/posttypecategories.php on line 3
Íslenskar hljóðbækur í snjalltæki | SNJALLSKÓLI

Íslenskar hljóðbækur í snjalltæki

Hægt er að nýta snjalltækni með margskonar hætti til að auðvelda fólki lífið í leik og starfi – og svo sannarlega í námi. Snjallforritið HBS veitir notendum Hljóðbókasafnsins nýjan og betri aðgang að íslenskum hljóðbókum hvort sem er til náms eða til yndisauka.

Út er komið nýtt snjallforrit, HBS, sem gjörbyltir aðgengi lánþega að Hljóðbókasafni Íslands. Snjallforritið felur í sér nýjung sem allir lánþegar geta notfært sér en með snjallforritinu má nálgast allan bókakost Hljóðbókasafns Íslands á fljótlegan og þægilegan hátt í gegnum Android snjallsíma – hvar og hvenær sem er.

Forsaga

HBS-vinsælar-sTilurð snjallforritsins má rekja til þess að bakhjarl Snjallskólans, Tæknivörur ehf. sem jafnframt er umboðsaðili Samsung Mobile á Íslandi, tók höndum saman við Stokk Software til þess að fylgja eftir þeirri hugmynd að bæta aðgengi blindra og lesblindra að íslenskum hljóðbókum en fyrirtækin höfðu áður unnið saman að því að gefa út tilvitnanaorðabókina Orð í tíma töluð fyrir snjalltæki.

Eftir forathugun á málinu var haldið til fundar við Hljóðbókasafn Íslands sem tók hugmyndinni fagnandi en stofnunin hefur yfir að ráða stóru og myndarlegu safni hljóðbóka sem gefnar eru út í samræmi við 19. gr. Höfundalaga. Hingað til hafa lánþegar Hljóðbókasafnsins haft aðgang að hljóðbókum safnins í gegnum tölvur eða sérstaka „spilara“ sem felur í sér ákveðnar takmarkanir á því hvar og hvernig notendur geta hlustað á hljóðbækur.

Með tilkomu hins nýja snjallforrits er hins vegar hægt að hlusta á íslenskar hljóðbækur nær hvar og hvenær sem er og er það mikil bragarbót fyrir notendur Hljóðbókasafnsins.

Aðgengi fyrir lesblinda

Margir lánþegar safnsins eru lesblindir nemendur og geta þeir nú nýtt sér þessa nýjung til að nýta tímann betur, hvort heldur sem er í skólanum, í strætó eða á kaffihúsi, enda er þráðlaust net víða í boði auk þess sem að farsímanet verða sífellt betri. Snjallskólinn náði tali af Snævari Ívarssyni hjá Félagi lesblindra og spurði hann út í hvaða þýðingu hið nýja snjallforrit hefði fyrir lesblinda (sja myndskeið hér að neðan).

[do action=”video” id=”hchIeHfwmzM” position=”center,” device=”n1-white-landscape” size=”medium” align=”center”/]

Aðgengi fyrir blinda og sjónskerta

Annar stór hópur sem nýtur góðs af þjónustu Hljóðbókasafns Íslands eru blindir og sjónskertir. Aðgengi þessa hóps að HBS-appinu er gott þar sem snjallforritið virkar vel með íslenskum talgervilsröddum sem eru aðgengilegar í Android símum í gegnum Ivona talgervilinn.

Snjallskólinn tók tali þá Kristinn Halldór Einarsson og Baldur Snæ Sigurðsson hjá Blindrafélaginu til að heyra hvaða þýðingu HBS-appið hefði fyrir blinda og sjónskerta (sjá myndskeið hér að neðan).

[do action=”video” id=”GvVBSoyqNlw” position=”center,” device=”n1-black-landscape” size=”medium” align=”center”/]


 Viðmót og notkun

HBS snjallforritið er fallegt og einfalt og sérlega auðvelt í notkun. Þegar appið er opnað birtist valflipi sem sýnir nýjar bækur en hægt er að fletta til hliðar til að sjá vinsælar bækur, námsbækur og þær bækur sem notandinn hefur sett í uppáhalds eða er með í láni.

HBS býður upp á einfaldan leitarmöguleika sem og stillingu á sjálfvirka lokun sem er sérlega góð fyrir þá sem eiga það til að sofna yfir hljóðbókum. Appið „man“ hvar lestri bóka var hætt síðast og hefur lesturinn á ný þar sem frá var horfið.

Á vefsíður Hljóðbókasafnisins er myndband sem útskýrir notkun snjallforritsins í stuttu máli.

Öruggt streymi

Með snjallforritinu eru hljóðbækurnar spilaðar fyrir hlustendur með svokölluðu streymi sem felur í sér öruggan gagnaflutning þannig að nær ógerningur er að dreifa efni Hljóðbókasafnsins á annan hátt en ætlast er til. Appið felur í sér aukið öryggi þannig að hagsmunum höfundarréttarhafa er vel borgið með því fyrirkomulagi sem snjallforritið notast við.

Eins og áður sagði er snjallforritið samstarfsverkefni sem Hljóðbókasafn Íslands og umboðsaðili Samsung Mobile á Íslandi standa fyrir.  Hugbúnaðarfyrirtækið Stokkur Software á veg og vanda að hönnun og forritun snjallforritsins en öll forritun bakendakerfis var í höndum Prógramm ehf.

Snjallskólinn óskar Hljóðbókasafni Íslands og lánþegum þess til hamingju með flott snjallforrit.

HBS-appið er fáanlegt án endurgjalds fyrir Android á Play Store.

 Kennimynd

Comments are closed.