Warning: Declaration of UL_Class_Walker::start_lvl(&$output, $depth) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_lvl(&$output, $depth = 0, $args = NULL) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/wp3menu.php on line 14

Warning: Declaration of Walker_Category_Filter::start_el(&$output, $category, $depth, $args) should be compatible with Walker_Category::start_el(&$output, $data_object, $depth = 0, $args = Array, $current_object_id = 0) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/posttypecategories.php on line 3
Í forritunarlauginni með Khan Academy | SNJALLSKÓLI

Í forritunarlauginni með Khan Academy


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Kennarinn Hans Rúnar Snorrason starfar sem verkefnastjóri upplýsingatæknimála og sem kerfisstjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Hann segist ekki vera með mikinn forritunarbakgrunn, en þegar tækifærið til að vera með valgrein í forritun fyrir unglinga bauð sig gat hann ekki annað en slegið til. Rúmur þriðjungur nema á unglingastigi skólans völdu að taka þátt í áfanganum.

Stokkið í djúpu laugina

Síðasta vor [vor 2015] þegar mér bauðst að vera með valgrein í forritun fannst mér það frábær hugmynd en var engu að síður pínu hikandi þar sem ég hef ekki mikinn forritunarbakgrunn. Ég ákvað þó að slá til og hugsaði með mér að ég myndi bara æfa mig í forritun yfir sumarið og töfra fram magnaða forritunarkennslu að hausti. Ég hef lítillega kennt forritun í Hrafnagilsskóla auk þess sem við höfum tekið þátt í forritunarverkefninu Hour Of Code sem langflestir nemendur mínir hafa haft gaman af. Þetta gat því varla verið mikið vesen. Valgreinin var sett upp sem 6-8 vikna lota, 80 mínútur á viku.

Strax þá um vorið setti ég niður fyrir mér hvað ég vildi sjá í kennslunni. Það fyrsta sem mér fannst mikilvægt var að forritunarkennslan yrði sjónræn, þ.e. að nemendur sæju strax hvað þeir væru að forrita. Annað sem mér fannst skipta máli var að nemendur þyrftu að skrifa kóðann í stað þess að draga til kóða með blockly aðferðinni. Blockly forritun er frábær en fyrir unglingastigið vildi ég sjá nemendur glíma við það að skrifa kóðann sjálfir. Ástæðan var einfaldlega sú að mig langaði til að sýna nemendum hvað lítill og einfaldur kóði getur gert mikið fyrir forrit og hvað litlar prentvillur geta haft mikil áhrif.

Stór hópur unglinganna í Hrafnagilsskóla valdi forritun sem sitt valfag.

Hér má sjá hina áhugasömu unglinga um forritun í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Á myndinni er einnig tölvunarfræðineminn Pétur Elvar Sigurðsson sem var í heimsókn.


Ákvað að nýta Khan Academy

Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að notast við Khan Academy sem námsefni og fól nemendum að glíma við Java-forritunDrawing and Animation hlutann á khanacademy.org. Ég stofnaði bekk á vefnum og gat þannig fylgst með framförum hjá sérhverjum nemanda. Verkefnin á Khan Academy eru uppbyggð þannig að nemendur horfa á kennslumyndskeið fyrst og glíma síðan við verkefni tengd þeim. Myndskeiðin eru á ensku en það truflaði nemendur sjaldan þar sem þeir gátu séð sýnidæmi á sama tíma og talað var á myndskeiðunum. Ég aðstoðaði síðan nemendur þegar enskur texti var í verkefnum. Þar sem verkefnin voru á vefnum gátu nemendur unnið í þeim hvar sem var. Það var ánægjulegt að sjá hve margir nemendur kusu að glíma við verkefnin heima hjá sér.

Nú er fyrstu 8 vikna forritunarlotu að ljúka og gekk hún vonum framar. Þriðjungur nemenda á unglingastigi valdi forritun sem valgrein sem verður að teljast mjög gott. Það er greinilega mikill áhugi á forritun hjá ungu fólki og finnst mér alveg frábært að geta komið til móts við þennan mikla áhuga með því að bjóða uppá námsefni sem mætir þeim áhuga.

Að kenna til að læra

Það sem breyttist við þessa forritunarlotu og kom mér skemmtilega á óvart voru m.a. þau endaskipti á hlutverkum sem um urðu í hópnum. Ég var ekki lengur hinn klassíski kennari heldur meira sem leiðbeinandi og nemandi sjálfur. Kennslan öll varð eiginlega eins og jafningjafræðsla. Og hún gekk mjög vel upp. Þróunin varð þannig að í byrjun aðstoðaði ég nemendur þegar þeir lentu í vandræðum en þegar á leið voru nokkrir þeirra komnir miklu lengra en ég og mun færari í verkefnunum. Það gerðist því oft að ég kunni ekki það sem nemendur voru að glíma við og var þá einfaldast að biðja færari nemendur um að hjálpa. Fyrir kennara getur það verið mjög óþægilegt því að sjálfsögðu vill hann hafa svörin á reiðum höndum fyrir nemendur sína. Það var samt gleðilegt að sjá hve eðlilegt það var fyrir nemendur að aðstoða hvern annan og hve gefandi það var fyrir þá nemendur, sem höfðu lagt heilmikið aukalega á sig við að komast í gegnum erfið verkefni, að geta aðstoðað samnemendurna og kennarann sinn. Það sýndi sig svo sannarlega að ein besta leiðin til að læra eitthvað er að kenna það.

HRS.Drengur við skjá

Það sýndi sig svo sannarlega að ein besta leiðin til að læra eitthvað er að kenna það.


 

Það sem uppúr stendur

Ég hef oft fengið nemendur til að aðstoða mig við kennslu. Sérstaklega hefur það þróast þannig þegar nemendurnir sýna verkefnum mikla alúð og/eða sýna fram á það mikla færni að þeir hafa meira fram að færa en ég. Það er mín reynsla að nemendur blómstra ef þeir fá tækifæri til að miðla eigin þekkingu og reyni ég alltaf að hafa það á bak við eyrað. Samt sem áður hef ég aldrei fyrr kennt „heila valgrein” þar sem ég hef verið nánast allan tímann á jafningjagrunni með nemendum mínum, svo það var nýtt fyrir mér. Ég kann virkilega að meta það sem kennara að geta fylgst með nemendum úr þeirra sæti og jafnvel speglað mína kennsluhætti í því hvernig þeir kenna hver öðrum. Ég verð a.m.k. ekki verri kennari fyrir vikið.

Tekið snaggaralega saman hér í lokin má segja að flestir voru mjög áhugasamir og náðu langt í flóknum verkefnum en nokkrir náðu hreint út sagt framúrskarandi færni og eyddu jafnvel fjölmörgum klukkustundum heima hjá sér í verkefnin, bara til að komast sem lengst. Þannig að miðað við áhugann, vinnusemina og færnina sem þau sýndu fram á er ég alveg öruggur um að í þessum hópi felast forritarar framtíðarinnar.

 [do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2015/10/Hansi.smá-myndbútur.gif” device=”s5-black-landscape” align=”center” size=”medium”/]

 

 

Comments are closed.