Warning: Declaration of UL_Class_Walker::start_lvl(&$output, $depth) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_lvl(&$output, $depth = 0, $args = NULL) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/wp3menu.php on line 14

Warning: Declaration of Walker_Category_Filter::start_el(&$output, $category, $depth, $args) should be compatible with Walker_Category::start_el(&$output, $data_object, $depth = 0, $args = Array, $current_object_id = 0) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/posttypecategories.php on line 3
Veggjalist í Árbæjarskóla fer á flug | SNJALLSKÓLI

Veggjalist í Árbæjarskóla fer á flug


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Í vetrarbyrjun skólaárs 2015-16 stóð nemendum á unglingastigi Árbæjarskóla til boða að skrá sig til leiks í nýjan og spennandi myndlistaráfanga, Veggjalist. Það var hinn viðkunnanlegi myndmenntakennari Elísa Ósk Viðarsdóttir sem kom áfanganum á laggirnar. Augljóslega átti að kenna sitthvað um veggjalist, en þó ekki á hefbundin hátt. Markmið Elísu Óskar voru nefnilega – fyrir utan myndmenntunina – að tvinna stafræna spjaldtölvutækni saman við hefðbundna litstræna iðju, búa þannig til margslungið verkefni sem hitti nemendur m.a. í „snjalltækjahjartað”, myndi fara fram að miklu leyti fyrir utan veggi skólastofunnar og myndi lífga uppá veggi skólans.

Snjalltækin ekki bara leikföng, heldur sem ný og spennandi verkfæri

Forsagan er á þessa leið: Elísa Ósk hafði vorið 2015 kynnt sér nokkuð vel spjaldtölvur með penna, m.a. tekið þátt í tilraunaverkefni sem að Snjallskólinn stóð fyrir ásamt fleirum myndmenntakennurum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar pennaspjaldtölvur eru 8” Samsung Galaxy Note. Í kjölfarið ákvað skólinn að kaupa nokkur þannig tæki. Afhverju þessi tæki en ekki einhver önnur? „Samsung Note eru snjalltæki með fínlegum penna sem geymist í lítilli rauf í tækinu. Þegar ég kynntist tækinu, nákvæmni pennans og hve handhægt þetta allt var, kveikti það eitthvað ljós í mér. Penninn er til dæmis miklu nákvæmari en fingur”, segir Elísa Ósk. Svo bætir hún því við að eftir þátttöku hennar í tilraunaverkefninu – sem innhélt m.a. kennslu á tækin, aðstoð og tilraunakennslu – og miðað við viðbrögð nemenda hennar þar, hafi henni orðið ljóst að hér hefði glænýju og spennandi tækifæri skolað uppá hennar strendur. „Krakkarnir geta alveg gleymt sér í þessu og ég held að þau geti auðveldlega nýtt sér þessa hæfni í öðrum fögum, enda segja myndir ennþá meira en þúsund orð”, segir Elísa Ósk og brosir breitt.

V99

Elísa Ósk Viðarsdóttir, myndmenntakennari í Árbæjarskóla, er hér stödd í fyrstubekkjarstofu skólans og í bakgrunni blasa við veggmyndirnar tvær.


Í sókn með spjaldtölvunni

Elísa Ósk segist auðvitað hafa veðrast öll upp þegar henni varð sóknarfærið ljóst. „Krakkarnir sýna snjalltækjunum mjög mikinn áhuga, en ég var hinsvegar lítið að spá í þetta. En eftir að ég fór sjálf að veita snjalltækninni athygli datt mér til hugar að nýta þennan áhuga barnanna. Ég hugsaði með mér að það sem þau eru jafnvel búin að stimpla sem óáhugavert og leiðinlegt öðlast nýtt tækifæri þarna”, segir Elísa Ósk. En kviknaði þá veggjalistarhugmyndin upp úr þessum hugrenningum? „Nei, ekki beint. Það var blanda af hlutum sem að smullu einhvernveginn saman í eina mynd”, segir Elísa Ósk og bætir við að hún hafi ætlað sér að útfæra svona áfanga í nokkurn tíma. „Með snjalltækinu og áhuga barnanna small bara allt saman”, segir Elísa Ósk hlæjandi. Og ekki vantaði jákvæðar undirtektir skólastjórnenda þegar hugmyndirnar voru lagðar á þeirra borð. Áfanginn komst fljótt og örugglega á dagskrá. Og ekki féll hann í grýttan jarðveg hjá nemendunum, því færri komust að en vildu. Við könnum málið betur.

Áfanginn Veggjalist

Skipulag áfangans er á þá leið að nemendurnir eru sem verktakar og taka að sér að mála veggi eftir óskum kennara – sem gerir kennarana að einskonar verkkaupum. Það er grunnurinn. Kennurum skólans er þannig gefin kostur á að panta veggmynd hjá Elísu Ósk og verða þeir að gefa verktökunum einhverja lýsingu á því sem þeir hafa í huga, þ.e. starfsforsendur. T.d. þarf að skilgreina svæðið sem skal málað og segja aðeins hvaða tilgangi myndefnið eigi að þjóna. Með það í farteskinu leggjast nemendurnir af stað í hugmyndavinnuna. Þar nýta þau spjaldtölvurnar og fær hver og einn að spreyta sig, leita fanga á netinu, skoða, skissa, mála, teikna og útfæra hugmyndir sínar í spjaldtölvu. Þegar niðurstöður þeirra liggja fyrir eru hugmyndirnar skoðaðar og metnar saman með verkkaupanum og Elísu Ósk. Verkkaupandinn hefur mikið um það að segja hvað er valið úr, má jafnvel koma með tillögur um að blanda saman ólíkum tillögum eða hlutum úr tillögum í eina nýja o.s.frv. Þá er lokaútfærsla gerð og þegar tillagan liggur fyrir er prentuð glæra. Myndinni er svo varpað á vegginn, útlínur dregnar upp og myndin máluð af nemendunum með málningu. Málað er með innanhúsmálningu sem að sótt er til Húsasmiðjunnar og því þarf að gera litaprufur sem farið er með og blandað er eftir í Húsasmiðjunni. Og auðvitað taka allir nemendur þátt í að mála. Tíminn sem eyrnamerktur var áfanganum var 80 mínútur í senn, einu sinni í viku, en strax á næsta ári mun veittur meiri tími í þennan áfanga að sögn Elísu Óskar.

Útfærslan og kennslumarkmiðin

Það er margt sem að þessi áfangi býr yfir og kannski fyrst og fremst það að hér er um að ræða lifandi framkvæmd, enda unnið í raunaðstæðum fyrir raunverulegan verkkaupa sem hefur skoðun á hlutunum. Svo ekki sé minnst á að hér er verið að vinna alveg frá hugmynd til lokaafurðar. Í því ljósi er kannski ósanngjarnt að biðja Elísu Ósk um að tilgreina aðal kennslumarkmiðin? „Eitt af því sem að mig langaði að vinna með í áfanganum hópavinna eaða samstarf. Mig langaði að búa til feril sem hefði bæði einstaklingsvinnu, þar sem hver og einn fengi að láta ímyndunaraflið blómstra og svo hitt að láta krakkana starfa saman að flottu og skýru markmiði”, greinir Elísa Ósk frá. „Ég vissi að spjaldtölvurnar myndu koma sterkar inn í þetta ferli, sérstaklega í hugmyndavinnunni og þvílíkt magn af hugmyndum hef ég ekki áður fengið. „Hópavinna er alltaf mikil áskorun og nemendur, tja við öll höfum gott af því að læra að vinna betur saman” bæti hún við. „Markmiðið var að vinna bæði á einstaklingsforsendum og sem hópur. Það blasa við fleiri kennsluþættir sem spennandi væri að spyrja út í, en þetta er nú bara stutt grein.

Veggur1

Svipmyndir frá gerð annars veggjarins í áfanganum Veggjalist í Árbæjarskóla haustönnina 2015.


Námsmatið byggt á frammistöðu

Þegar Elísa Ósk er innt eftir námsmatinu, kemur á hana sérkennilegur svipur. „Sjáðu til, við erum eins og aðrir ennþá að finna okkar nálgun og útfærslu á nýju hæfniviðmiðunum og öllu því námsmati. Það hefur verið pínu hausverkur og heilmikil vinna og auðvitað sett annað mat í biðstöðu. Hvað varðar námsmat í áfanganum lagði ég upp með frammistöðumat byggt á tveimur þáttum. Þeir eru virkni og samvinna, þ.e.a.s. virknin í áfanganum og ýmsir þættir samstarfs. Undir þessum þáttum eru svo frumkvæði, áhugasemi, vinnusemi, umgengni, samstarfsviljinn o.fl. Svo verður sjálfsmat líka hluti af matinu mínu” segir Elísa Ósk.

Frábærar móttökur, hellingur af pöntunum og almenn ánægja í skólanum með framtakið

Þegar fregnir af áfanganum spurðust út á meðal kennaranna fóru pantanir þá þegar að streyma inn. Elísa Ósk valdi þann heppna fyrsta, veggi fyrstubekkjarstofunnar, og rökstuddi það val með því að segjast vilja taka vel á móti nýnemum skólans. Fyrstubekkjarstofan er í raun tvö samliggjandi rými og hýsir stóran fyrsta bekk þar sem kennararnir eru tveir. Pöntunin hljómaði uppá tvo veggi, einn í sitthvoru rýminu. Annar veggurinn er við leskrók barnanna, er töluvert umfangsmeiri en hinn og er þar motta á gólfinu til þess að afmarka leskróksvæðið. Samkvæmt pöntuninni mátti veggverkið gjarnan örva skapandi hugsun, vera litskrúðug og ævintýraleg mynd. Fyrir valinu varð sú hugmynd að mála bók á vegginn og tína sittlítið fram úr nokkrum skissanna úr skissunum, s.s. dreka, kastala, sól og ský.

Hinn veggurinn laut aðeins öðruvísi forsendum, því að hann átti að hýsa myndir og verk nemenda fyrsta bekkjar. Fyrir valinu varð hugmyndin að gera ævintýraglugga sem yrði opin og fyrir utan væri fjölskrúðugt og litríkt líf.  

Veggjalistarnemar hjálpuðust svo við að teikna og mála verkin á veggina og gekk samstarfið afskaplega vel að sögn Elísu Óskar. „Það er alltaf gaman að sjá hve mikla virðingu krakkarnir bera fyrir hvort öðru og hugmyndum hvors annars. Mér finnst það vera mikil virðing í gangi, svona yfirleitt, en það sem gladdi mig hvað mest var þessi góða vinnustemming. Það var svo létt yfir eitthvað og samtímis unnið hörðum höndum. Ég get ekki beðið um meira en það”.

V4

Seinni veggurinn, Ævintýraglugginn, er hér í vinnslu af ánægðum nemendum. Myndinni hefur verið varpað upp og hún teiknuð á vegginn. Nemendur hafa stillt upp litunum og eru þegar farnir að mála myndina á vegginn.

V7

Seinni veggurinn varð ævintýragluggi, með rými í kring fyrir verk nemenda fyrstabekkjar. Eins og sjá má lífgar hann heldur betur uppá svæðið.


Samantekt og niðurstaðan

„Það er skemmst frá því að segja að fullt var á námskeiðið og komust fleiri að en vildu, þannig að augljóslega var verið að mæta áhuga nemendanna með þessum áfanga, sem er vel”, greinir Elísa Ósk. Auðvitað voru byrjunarörðuleikar og hnökrar heldur hún áfram. Til að mynda segir hún að það hafi verið erfitt að halda tímaáætlun og það flækir málin að hafa tvö verkefni í gangi á sama tíma.  Og samstarf nemendanna og virkni þeirra, hvernig gekk það? „Samstarf nemendanna gekk mjög vel. Ég gerði nemendur að verkstjórum yfir vissum verkþáttum og höfðu þeir þá yfirumsjón með þeim verkþætti, hvaða liti ætti að nota í það og hverjir voru með í þeim hluta, ef einhver myndi gleyma hvað hann gerði síðast. Það gaf virkilega góða raun því nemendurnir tóku því alvarlega”, segir Elísa Ósk. „Hvað varðar virknina þá get ég ekki verið annað en ánægð með nemendur mína. Virknin var þó alveg sérstaklega mikil í spjaldtölvuhlutanum, í skissu – og hugmyndavinnunni. Það eru samt alltaf einhverjir sem ekki nenna, sama hvað er og þá ræðir maður við þá um það”.

Hún segir að sumt hafi hún náð að sjá fyrir en annað ekki. „Það var líka gott plan að ákveða fyrirfram að allar hugmyndirnar færu fyrir nefnd, sem myndi svo velja úr hvað best hentaði á veggina. Það samráð við kennarana gaf verkefninu svolítið flotta umgjörð, líka tíma hliðina”, segir hún. Það að vera með verkefni á tveimur stöðum kallar á vissa útsjónasemi hjá Elísu Ósk. En það er nánast ómögulegt ef verkefnin eru á tveimur stöðum í skólanum. Það er mál sem að Elísa Ósk hefur fengið skólastjórnina til liðs við sig með og er von á góðri lendingu þar. „Svo þarf auðvitað að vera tvennt af öllu og öllu þarf að koma á staðinn áður en tíminn hefst, svo að næst þegar áfanginn verður haldinn verður kennslutíminn lengdur”, segir hún.

Hvað kom einna mest á óvart? „Það sem kom mér mest á óvart er hve mikinn kipp hugmyndavinnan tók eftir að nemendur fengu spjaldtölvurnar í hendur. Hugmyndunum hreinlega ringdi inn og mjög gott úrval hugmynda og skissa lágu frammi fyrir valnefndinni. En svo auðvelda spjöldin líka vinnu kennarana að sameina hugmyndir nemendanna í eitt verk, ef því er að skipta”, segir Elísa Ósk. Elísa Ósk segir einnig að það hafi komið sér þægilega á óvart hve stoltir krakkarnir eru af þátttöku sinni í verkinu. „Enda fá þau líka mikið hrós frá öðrum kennurum og samnemendum sínum. Það er ekki óalgengt að heyra þessa dagana útundan sér nemendur segjast ætla að velja Veggjalist á næsta ári”, segir Elísa Ósk – og hlær.

Comments are closed.