Warning: Declaration of UL_Class_Walker::start_lvl(&$output, $depth) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_lvl(&$output, $depth = 0, $args = NULL) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/wp3menu.php on line 14

Warning: Declaration of Walker_Category_Filter::start_el(&$output, $category, $depth, $args) should be compatible with Walker_Category::start_el(&$output, $data_object, $depth = 0, $args = Array, $current_object_id = 0) in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/themes/saman/inc/posttypecategories.php on line 3
Minecraft í kennslu Gunnlaugs | SNJALLSKÓLI

Minecraft í kennslu Gunnlaugs


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Ég gat ekki annað en haft samband við hann Gunnlaug eftir að hafa heyrt viðtal við hann um Minecraft í kennslu. Úr varð þessi frásögn hér af hinum áhugaverðu landvinningum, hvernig hann sér, hugsar og notar Minecraft í kennslu. Minecraft verkfærið er svo sannarlega spennandi fyrir alla kennara á upplýsingatæknitímum. 

Já, en herra minn, hver ertu?

„Ég heiti Gunnlaugur Smárason og er kennari við Grunnskólann í Stykkishólmi. Ég kenni stærðfræði á elsta stigi, ásamt því að kenna upplýsingatækni og miðlun við skólann, þar með talið í sérkennslu líka. Ég reyni að brydda uppá nýjungum og vil gera mitt besta í að hafa kennsluna mína sem fjölbreyttasta. Ég er einnig nemandi þar sem ég er meistaranemi við Háskóla Íslands og hef getað unnið nokkuð með hugmyndina um Minecraft í kennslu í þessu námi mínu og í kennslunni í Stykkishólmi. Það hefur gefið mér bæði tíma og svigrúm til að prófa ýmsa hluti sem tengjast Minecraft í kennslu og fyrir vikið hef ég öðlast töluverða reynslu á því sviði. Ég nota sjálfur Minecraft sem kennslutæki/verkfæri mjög mikið í sérkennslunni og bekkjardeildarkennslunni. Sem dæmi hef ég úthlutað bekkjardeildunum stærri verkefni sem taka allt að viku eða 6 kennslutíma. Það eru vinsæl verkefni hjá mér og nemendur ánægðir með þau”, segir Gunnlaugur og bætir við: “Einn helsti hvati minn sem kennari er að bjóða nemundunum uppá fjölþætt námsefni og áhugaverða kennsluhætti. Og þar sem ég hreinlega datt niður á þessa áhugaverðu kennsluleið er ég viss um að hún getur nýst áhugasömum kennurum, ef þeir frétta af henni. Mig langar a.m.k. virkilega til að tendra áhuganeista þeirra og vonast ég til þess að umfjöllun eins og þessi stuðli að því”.

Gunnlaugur Minecraft

Gunnlaugur Smárason, kennari og meistaranemi við kennaradeild HÍ, sameinar nám sitt og kennslu í því hann sekkur sér í Minecraft Edu.


 

Þegar hugmyndir grípa mann algjörlega

“Það var í staðlotu í HÍ sem ég hreinlega fékk hugmyndina um Minecraft í kennslu. Í umræðutíma sagði samnemandi minn mér frá MinecraftEdu, sem er risastórt samfélag á netinu. Í þessu samfélagi geta kennarar sent nemendur sína inn í tilbúnar veraldir sem snúast um hin ýmsu viðfangsefni. Þetta kveikti forvitni mína og ákvað ég að reyna. Ég sótti leikinn í spjaldtölvuútgáfu þar sem ég nota spjaldtölvur mikið í kennslu. Og það leið ekki langur tími þar til ég áttaði mig á því að leikurinn gæti virkað frábærlega sem kennslutæki. Minecraft er einfaldur leikur að læra á og komast nemendur því fljótt í þá stöðu að vilja kenna bæði samnemendum sínum og kennaranum. En út af því að leikurinn hefur verið svo gríðarlega vinsæll kunna mjög margir á hann nú þegar. Þeir nemendur vinda sér auðvitað bara beint í verkefnin.”

 

Vissi ekki fyrr en ég var búinn að þróa verkefnabók á netinu

„Eftir að hafa grúskað nokkuð í Minecraft leiknum kviknaði hjá mér löngum til að gera eitthvað meira úr þessu, tengja það við kennsluna mína og meistaranámið. Ég ákvað því að búa til verkefnabók sem síðan þróaðist yfir í einskonar hugmyndabanka með stærðfræðiverkefnum og er aðgengilegt á síðunni Minecraft í námi og kennslu. Heimasíðan verður vonandi flæðandi og mun verkefnum bætt þar inn jafnt og þétt. Nú þegar eru sjö verkefni að finna á síðunni og eru heil 15 verkefni á leiðinni á næstu mánuðum. Kíktu við á síðunni og prófaðu!”, segir Gunnlaugur áhugasamur og ég veit að hann er ekki bara að tala við mig. „Öll verkefnin eru með ítarlegum skýringum og hugmyndum um það hvernig má vinna með þau áfram, stækka og þróa. Það ætti að vera nóg fyrir kennara að skoða síðuna mína, lesa sér aðeins til þar og kasta sér svo í djúpu laugina. Þ.e.a.s prófa sig áfram. Ef menn eru eitthvað óöruggir þá er auðvitað minnsta málið að rannsaka hlutina betur með því að gúgla aðeins og skoða ýmis myndskeið á youtube”.

Minecraft Youtube

Mörg Minecraft Education myndskeið má finna á netinu, t.d. þetta stutta kynningarmyndskeið á Youtube


 

 

Í Minecraft er sannarlega leikur að læra

„Minecraft hefur gefið mörgum þá innspýtingu eða áhuga, sem uppá hefur vantað hjá þeim gagnvart hefðbundnari kennsluháttum. Heilt yfir eru nemendur yfir sig ánægðir að fá að leika Minecraft í stærðfræðitímum hjá mér, en auðvitað eru þeir að læra um leið. Ég hef t.d. tekið eftir því að leikurinn hjálpar nemendum að muna ýmis stærðfræðihugtök. Frábært dæmi um það er þegar ég var með nemanda í prófi og hugtakið yfirborðsflatarmál kom upp. Nemandinn átti að finna yfirborðsflatarmál á gefnum strendingi en mundi ekki eftir formúlunni. Þegar nemandinn var búinn að berjast lengi við að rifja hugtakið upp ákvað ég að koma honum á sporið með því að opna veröldina hans í Minecraft. Þar flaug hann um og sá svo húsið þar sem hann hafði þurft að reikna yfirborðsflatarmál í einhverjum stærðfræðitímanum. Um leið og hann sá húsið rifjaðist upp aðferðin og prófdæmið var leyst á næstu sekúndum. Þetta þótti mér alveg magnað”.

IMG_0261

Leggja má verkefni fyrir inn í veraldirnar, þar sem nemendur þurfa að framkvæma lausnirnar. Ávinningurinn er e.t.v. að nemendur muna betur eftir hvað þau eru læra.


 

Stærðfræðin nothæf í augum nemenda

„Eftir því sem að ég vinn meira með Minecraft styrkist ég í þeirri trú að leikurinn er góð leið til að gera stærðfræðina hlutbundna og gagnlega í huga nemendanna. Það, að það sé tilgangur með náminu, er ekki sjálfsagt mál. Ég afar ánægður með að Minecraft . Ég hef samt náð að tengja Minecraft verkefnin mín öllum þáttum stærðfræðinnar þó svo að rúmfræði, tölfræði og líkindi séu fyrirferðamest á Minecraftsíðunni minni – ástæðan fyrir því ætti að vera augljós m.t.t. eðli leiksins. Við vinnum einnig með ýmis önnur hugtök sem nýtast ekki bara í stærðfræði svo sem samvinnu, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni, sköpun, hugmyndaflug, tjáningu og mörg önnur hugtök. Þeim læði ég inn í og samanvið þegar verið er að vinna Minecraft verkefnin og þetta virðist skila sér. Það er t.d. afar ánægjulegt að heyra þegar nemendur kynna veraldirnar sínar að fá þá að herya stærðfræðilegu staðreyndirnar um þorpin sem þau búa til. Það eru setningar eins og: „Í þorpinu okkar eru lestarteinar, það tekur x langan tíma að keyra hringinn í kringum þorpið“. Þarna tekur kennarahjartað lítinn gleðidans”, segir Gunnlaugur, hlær við og bætir við: „Út frá staðreyndinni reikna þau svo hver hraðinn var í metrum á sekúndu, breyta því svo jafnvel í km á klukkustund. Þannig sýna þau skilning sinn í verki, skilning sem ég tel byggja á yfirfærslu þekkingar úr hinum stafræna heimi í hinn raunverulega heim. Og þannig virðast nemendur sjá tilgang með því sem verið er að vinna í Minecraft. Ekki slæmt að gera stærðfræðina jarðbundna. Ég er mjög ánægður með það,” segir Gunnlaugur sigri hrósandi.

[do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2016/09/IMG_0097.jpg” device=”s5-white-portrait” align=”center” size=”medium”/]


 

Höfðar Minecraft til ímyndunarafls og sköpunar nemanda?

„Ég held að þessu megi svara með hreinu og beinu jái. Eða ætti ég kannski að segja ja-há”, segir Gunnlaugur hugsi. “Sköpunarþátturinn er það sem í þessari stuttu frásögn hefur hingað til ekki verið ræddur beint, en er jafnframt sá mikilvægi þáttur sem lesa má svo að segja út úr öllu því sem að komið hefur fram. Í Minecraft geta nemendur nefnilega búið til allt mögulegt. Í raun reynir á ímyndunaraflið og finnst mér afskaplega áhugaverð spurning hvernig megi virkja það og þróa. Í Minecraft læra nemendur af hvorum öðrum og þeir læra að skoða hvað hinir eru að gera, eru hvattir til að prófa að gera eins þeir og jafnvel útfæra það áfram, eftir smekk og áhuga. Þessi liður, hvernig þróa má ímyndunarafl og sköpun, er vissulega einn af sterku kennslufræðilegu kostum Minecraft verkfærisins, þótt nemendur séu sér ekkert endilega meðvitaðir um að þeir séu að virkja þessa eiginleika í sjálfum sér. Þeir eru bara að leika sér og leysa ýmis verkefni. Ég tel þetta vera mikinn kost því eins og ég sé það erum við að reyna að koma nemendum eins heilsteyptum úr skólum landsins og mögulegt er og þarf námið því ekki síst að ýta undir frumleika og sköpun í bland við allt það frábæra starf sem er í gangi hverju sinni. Minecraft leikurinn þjónar nemendum einmitt þannig, á skapandi og frumlegan máta”.

IMG_0056

Í Minecraft má byggja heilu veraldirnar og það eru engar ýkjur. Til að byggja heila veröld þarf ekki bara fjörugt ímyndunarafl heldur líka heilmiklar vangaveltur og vökul augu fyrir umhverfinu.


 

Góð leið en ekki gallalaus

„Nú hef ég þulið upp jákvæðar hliðar Mincraft í kennslu, en vitanlega hef ég rekist á nokkra hnökra eða hliðar á málinu sem vert er að minnast á. Þeir sem ætla sér að prófa þessa leið geta haft það í huga. Einn hnökrinn er að spjaldtölvuútgáfan býður aðeins upp á að fimm geta verið í einni og sömu veröldinni. Að vissu leyti væri athyglisvert að láta enn fleiri vera saman í veröld, jafnvel heilan bekk, svona til að gera verkefnið enn samfélagslegra. En hinsvegar má líta á þessa takmörkun sem kost þar sem það minnkar líkur á árekstrum og pústrum í veröldunum. Annað mál er þegar leikurinn er notaður í samnýttum spjaldtölvum og með opið þráðlaust net þá getur hver sem er komið inn í leikinn (þ.e. ef það eru ekki fyrir fimm spilarar í veröldinni). Það eru til dæmi um að nemendur úr öðrum bekkjum eyðileggi heilu bæina og eins og gefur að skilja vekur það ekki mikla kátínu eigandanna. Eitt ráð er að læsa leiknum, sem er mögulegt en flókið og tímafrekt. Þá þarf kennari að læsa hverjum leik fyrir sig og geyma lykilorðið fyrir allan skrarann. Sjálfur vel ég að treysta nemendum fyrir þessu og setja skýrar umgengnisreglur og virkar það ágætlega”, segir Gunnlaugur.

Mincraft city ruin

Það er ekki fyrr en maður fer að skoða hvað menn hafa verið að gera í Minecraft að maður áttar sig á því sem mögulegt er að gera í þessum stafræna heimi. Hugsanlega má byggja heilu borgirnar í hlutfallslega réttu landslagi. Kannski er einhver nú þegar farinn að byggja Reykjavík í Minecraft? Mynd fengin að láni frá http://gearcraft.us/wp-content/uploads/2015/06/IxvWvic.png


 

“Almennt séð tel ég mikilvægast að setja skýrar reglur strax í upphafi um notkun á Minecraft í skólanum. Til dæmis hvað varðar þessar eyðileggjandi innkomur í verladir annarra, sem ég minntist á. Það þýðir þá að kennari þarf aðeins að undirbúa innkomu leiksins í kennsluna áður en leikurinn er kynntur sem námsverkfæri. Kennarinn þarf bara að skoða svona hluti og setja um þá almennar reglur fyrir nemendurna. Til að fyrirbyggja skemmdarverk og leiðindi hefur reynst mér vel að koma með dæmi um eldri nemendur sem að hafa misst veröldina sína. Yngri nemendur líta jafnan upp til þeirra eldri og passa sig eftir það. Eitt atriði verð ég að nefna að lokum, því það er hreint þjóðráð. Best er nefnilega að nemendur skrái sig inn í leikinn á sínu eigin nafni, strax í upphafi, er þeir skrá sig inn. Þá er m.a. ekkert á huldu hver gerir hvað, hvort sem nemendur eru að gera eitthvað af sér eða ekki”.

 

Að lokum – sem þó er upphafið að einhverju enn meira

„Minecraft í kennslunni minni hefur veitt mér og nemendum mínum möguleika og tækifæri sem ég hélt að væru ekki til staðar. Ég vona að það hafi komist nokkurn veginn til skila hér, en því meira sem að ég nota leikinn sé ég betur hvursu gríðarlegir þróunarmöguleikar eru fyrir hendi í leiknum, fyrir hin ýmsu skólafög. Reyndar hafa hinir ýmsustu kennarar um heim allan nú þegar nýtt sér kosti Minecraft og gert leikinn að verkfæri í þeirra fagi. Þá er ég ekki bara að tala um stærðfræðikennarana, heldur ólíka fagkennara s.s. Í samfélagsfræði, lífsleikni, kristinfræði, listgreinum, náttúrufræði, stærðfræði, dönsku, ensku, forritun og hérlendis í íslensku, íslenskum þjóðsögum og fleiru. Þannig að Minecraft í kennslu er aðferð eða leið sem nota má á mjög breiðum grundvelli. Ef fagkennarar í skólum taka sig saman og læra. Eitt dæmi um Minecraft í öðrum fögum er t.d. í samfélagsfræði, þar sem einn af samkennurum mínum prófaði sig áfram með Víkingaöldina í Minecraft síðasta vor (2015). Hann hafði sumsé mætt í menntabúðir Vesturlands og séð kynninguna mína um Minecraft í kennslu ásamt fjölmörgum kennurum frá öllu Vesturlandi. Hann ákvað að henda sér beint út í djúpulaugina – hafði aldrei spilað leikinn – og skipti nemendum sínum í nokkra hópa þar sem allir fengu kafla úr bók um víkingaöldina. Nemendur byrjuðu á því að lesa kaflann og búa til ýmis kennileiti upp úr bókinni. Þegar nemendur voru búnir að gera heiminn í Minecraft eins vel og þau gátu bjuggu þau til setningar á skilti inni í leiknum, þar sem greindi frá hvaða atburðir áttu sér stað þar. M.ö.o. þá bjuggu nemendur til víkingaveraldir með skýringum. Nemendur fengu þannig ekki bara góðan skilning á námsefninu með því að vera að „leika sér“ í Mincraft, heldur höfðu virkilega gaman af því. Gleðin auðveldar allt nám og ekki síður kennslu”, segir Gunnlaugur að lokum.

 

ut fyrir kassann minecraft

Minecraft í Kennslu – heimasíða Gunnlaugs

Hugleiðing um Minecraft og raunveruleikann (á ensku)

Comments are closed.