Lightbot – forritunarkennsla

 

Lightbot er flott app sem kennir grunnhugtökin í forritun. Notandi lærir m.a. skipanir, röð aðgerða og endurtekningar í gegnum skemmtilegan leik með litlu gráu vélmenni.

 

Lýsing


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Forritunarkennsla hefur svo sannarlega verið að ryðja sér til rúms síðustu misseri í grunnskólum landsins. Mörg skemmtileg forrit og öpp hafa litið dagsins ljós nýverið. Alþjóðlega verkefniđ Hour of Code, sem var sett af stað í Bandaríkjunum árið 2013, skilaði af sér einstaklega vel heppnuðum forritum sem kenna börnum og unglingum grunnhugtökin. Lightbot er eitt af þessum öppum og kennir forritun í gegnum flottan og leikandi máta.

Lightbot virkar þannig að leysa þarf borð til að komast áfram og um leið og maður gerir það hækkar erfiðleikastuðullinn. Til þess að komast áfram þarf að raða nokkrum aðgerðum upp fyrir litla Lightbot vélmenninu og ýta síðan á spila takkann. Þá framkvæmir vélmennið hina uppstilltu röð aðgerða og tekst að leysa verkefnið eða ekki. Það sem vélmennið á að gera er að ferðast um reitaðan flöt og kveikja ljós á bláum flötum. Ef það heppnast ekki má alltaf reyna aftur og endurraða aðgerðunum. Nemandinn þarf að sjá fyrir sér hvernig vélmennið ferðast um og hvaða skipanir þarf til að það leysi verkefnið.

[do action=“mynd“ url=“http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2014/12/LightbotSkyrt.jpg“ device=“note-12-white“ align=“center“ size=“medium“/]


 

Appið er afar hentugt öllum þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í forritun. Nemendur allt frá 1. bekk og upp í 10. bekk hafa reynt þetta smáforrit með góðum árangri í sínu námi í Sæmundarskóla. Tilgangurinn er að kenna grunnhugtök forritunar s.s. skipanir, aðgerðir og endurtekningar og gerir forritið það vel. Eftir að börn hafa klárað þessar þrautir geta þau hæglega farið í erfiðari forritun í gegnum vefsíðuna code.org, sem byggir á svipuðu viðmóti og er skemmtileg þrautavinna.

Lightbot er til í nokkrum mismunandi útgáfum en ókeypis útgáfan af Lightbot inniheldur 18 borð af skemmtilegum þrautum fyrir litla gráa vélmennið. Appið er á ensku, frönsku, rússnesku og fleiri tungumálum en ekki á íslensku sem stendur.

Kostir

Einfalt viðmót
Falleg hönnun

Gallar

Ekki þýtt yfir á íslensku.