Bitstrips

 

Bitrstips gerir þér kleift að búa til skondna teiknimyndaútgáfu af sjálfum þér. Síðan má velja bakgrunn, velja um margskonar tjáningu og skrifa textaskilaboð með. Persónulegt og myndrænt app fyrir netræn samskipti.

 

Lýsing

Bitstrips er smáforrit frá kanadíska framleiðandanum Bitstrips sem nálgast má á Googleplay. Í Bitstrips býr maður til persónulega en stafræna útgáfu af sjálfum sér, svokallaðan avatar, sem gerir manni kleift að tjá sig með myndrænt í stafrænum miðlum. Bitstrips er frítt. Yfirlýst markmið framleiðenda má finna á heimasíðunni Bitstrips.com.

Eftir að hafa hlaðið forritinu niður þarf að skrá sig inn (í gegnum facebook eða tölvupóst). Innskráð/ur byrjar þú að velja kyn, þar á eftir þarf að velja hár, hárlit, höfuðlag og húðlit, lögun eyrna og eyrna og svo koll af kolli, þar til „þú” ert skapaður sem avatar. Sem avatar getur þú valið bakgrunna, breitt líkamsstöðu þinni, valið allskonar svipbrigði, sett inn talbelgi og skrifað texta með. Sé hlaðið niður öðru forriti frá sama framleiðenda, sem heitir Bitmoji (Emoji eru einskonar broskalla fígúrur), má fá ýmsar skondnar myndir sem nota má til að tjá hugarástand, upplifanir, geðhrif o.fl. og deila á einfaldan máta hingað og þangað. Einnig má taka ljósmyndir innan frá Bitstripsforritinu og bæta við á myndina avatarpersónunni og jafnvel textaskilaboðum. 

 KT92P_M1GZ

Bitstrips býr til einskonar vegg (svipað og  í facebook og hjá fleirum) fyrir þig þar sem þú getur deilt þínum Bitstrips myndum. Við gerð þeirra mynda er úr mjög mörgum bakgrunnum að velja. Sem dæmi um þá flokka sem í boði eru má nefna  Awesome, Annoyed, Friendship, Thinking of you, Surprised, Conflict, Internet, Absurd og fjölda annarra. Í hverjum flokki má svo finna allt upp í 150 bakgrunna (þeim fer væntanlega fjölgandi).  Þegar myndin er tilbúin má velja hvernig, hvar og með hverjum skal deila myndinni. Senda má beint á einhvern sérstakan viðtakenda, senda í sms eða tölvupósti, setja sem stöðu á samskiptamiðli, vista myndina á tækið sitt, opna í öðru forriti eða deila á Bitstrips vegg. 

bitstrips_ex2


Bitstrips er skemmtilegt forrit sem býður uppá aukið val í myndrænum samskiptum og tjáskiptum, í takt við tilkomu snjalltækninnar. Uppbygging forritsins er auðskiljanleg og viðmótið er býsna þægilegt. Úr mörgu er að velja, en ætti það ekki að flækjast fyrir neinum þar sem maður er leiddur í gegnum sérhvert ferli skref fyrir skref. Og úr mjög miklu er að velja.

Avatar sköpunin er þegar á hólminn er komið bara undibúningur, því málið gengur út á að tjá eitthvað. Þar kemur hinn kennslufræðilegi hluti væntanlega inn í dæmið. Hvernig er sagt frá, hvað er tjáð og hvernig og síðast en ekki síst við hverja er maður að eiga tjáskipti við (með hverjum er verið að deila myndinni). Það virkar hvetjandi fyrir ímyndunarafl notenda að hafa úr miklu úrvali kringumstæðna að velja (mikill fjöldi bakgrunnamynda/aðstæðna) sem setja má avatarinn í og fikta svo í meðfylgjandi texta.

[do action=“mynd“ url=“http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2015/07/secord.png.jpg“ device=“s5-white-portrait“ align=“left“ size=“small“/]

Bitstrips smáforritið er skemmtileg viðbót í kennslustofuna fyrir hina hugmyndaríku kennara grunnskólanna.

 

Kostir

Mikið úrval mynda með ólíkum kringumstæðum
Að geta sett inn talbelg og breyta texta
Miklir deilingar- og vistunarmöguleikar
Er frítt

Gallar

Er ekki á íslensku