Explain Everything

 

Explain Everything er skemmtilegt og býsna öflugt snjallforrit til að útbúa kennsluefni og hvers kyns kynningar. Appið er einkar hentugt í skólastarfi og gagnlegt tól ef vendikennsla er á dagskránni

 

Lýsing

Explain Everything hefur verið eitt af vinsælustu snjallforritum fyrir kennslu frá því það var gefið út. Gott gengi þess tengist vafalítið þróunar og vinsælda vendikennslu (e. flipped classroom) undanfarin misseri. Smáforritið hentar nefnilega einkar vel til þess að útskýra allt mili himins og jarðar.

Explain Everything býður upp á einfalt og gott viðmót til þess að taka upp af skjánum (e. Screencasting)  ásamt því að vera með tússtöflu þar sem viðfangsefnið er útskýrt í máli og myndum. Myndum eða skjölum er hægt að hlaða inn í appið frá hvaða skráargeymslu sem er.

[do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2015/01/EE-Skjaskot.gif” device=”note-12-white” align=”center” size=”medium”/]


 

En hvað er þá mögulegt að gera í Explain? Það er hægt að búa til glærur í öllum regnbogans litum, bæta inn formuml, setja inn texta og teikna og notað leiser-punkt til að benda á staði til áherslu í skjalinu. Hægt er að færa til, hreyfa, stækka, klippa, líma, klóna og læsa hvaða hlut sem bætt er inn í skjalið. Það er líka hægt að bæta við myndum, hlutum, PDF skjölum frá snjalltækjaskránum þínum, úr Google Drive og Dropbox eða setja inn virkan skjávafra.

Skjalið sem þú býrð til í Explain Everything má flytja út sem MP4 myndskeið, YouTube myndskeið eða vista sem Explain Everything XPLX verkefni í Google Drive eða Dropbox.

Kennarar jafnt sem nemendur geta nýtt sér þetta smáforrit í ýmsum tilgangi og er ástæðulaust er að láta feimni eða fullkomnunaráráttu aftra sé frá því að hefjast handa.

[do action=”video” id=”ki9PriZXWdo” position=”center,” device=”note8-white-landscape” size=”medium” align=”center”/]


 

Það er í senn hægt að búa til einfaldar og sniðugar kynningar á skömmum tíma eða úthugsaðar og nákvæmar á lengri tíma með Explain Everything. Nemendur geta t.d. búið til kynningar eða sögur og notast við skemmtileg myndbönd, ljósmyndir, teikningar og myndefni á netinu. Sögunni má gefa rödd þannig að nemandi getur lesið inn og sagt frá á meðan snjallforritið tekur upp. Explain Everything er því einkar hentugt í skólastarfi og gagnlegt tól ef vendikennsla er á dagskránni.

Þess ber að geta að greiða þarf smávegis fyrir forritið (þegar þetta er skrifað 10,99 PLN ~ 400 ISK).

 

 

Kostir

Einfalt viðmót
Flott hönnun
Kjörið í vendikennslu/speglaða kennslu
Margir, skapandi notkunarmöguleikar

Gallar

Vistun á myndbandi tekur langan tíma
Kostar