Íslenska stafrófið

 

Stafrófið er smáforrit eftir Soffíu Gísladóttur, útgefið í mars 2013. Appið er sniðið fyrir unga krakka sem eru að læra stafina, hljóð þeirra og stafrófið.

 

Lýsing

Stafrófið fæst á GooglePlay og er smáforrit sem er fyrir yngstu kynslóðina. Um er að ræða skýran gegnumgang á hinu íslenska stafrófi í einföldu umhverfi. Þegar forritið er opnað birtist strax bókstafurinn A á hvítum fleti. Stafurinn er stór, teiknimyndalegur, litríkur og líflegur (er t.d. með augu og munn). Á sama tíma hljómar hljóð bókstafsins. Uppi í horninu sjást svo stóri og litli stafurinn (t.d. Aa) með prentstöfum. Pikkað er á skjáinn til að halda áfram. Teiknimyndastafurinn hreyfist þá upp í vinstra hornið um leið og dýr/hlutur/fyrirbæri birtist á skjánum til að gefa dæmi um notkun á stafnum. Til að mynda er api gert hið dæmigerða a-orð og er orðið sagt um leið og mynd birtist af apa og orðinu. Til að halda áfram er pikkað á skjáinn og næsti stafur birtist. Og svo koll af kolli.

 

[do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2015/07/Screenshot_2014-12-29-16-55-28.png” device=”s5-black-landscape” align=”left” size=”medium”/]


 

Stafrófið er fyrir allra yngstu kynslóðina. Viðmótið verður ekki mikið einfaldara og ætti ekki að flækjast fyrir neinum. Það er þó ekki boðið upp á neina valmöguleika, æfingar eða endurtekningar. T.d. er ekki boðið uppá að hlíða á sama stafinn sagðan aftur, nema ef nemandinn byrjar aftur/endurræsir forritið eða fer í gegnum allt stafrófið. Röddin sem ber fram stafina og orðin ber þau skýrt og vel fram.  Miðað við einfaldleikann og skort á valkostum mætti áætla að höfundur og hönnuður forritsins hafi haft leikskólabörn í huga.

 

Kostir

Frítt
Mjög einfalt viðmót
Hljóð stafanna er sagt

Gallar

Fáir valkostir
Engar æfingar
Einstakar endurtekningar ekki mögulegar