Kortavefsjá á náms.is

 

Kortavefsjá er vefur á náms.is þar sem skoða má hin ýmsu íslensku fyrirbæri á korti, lesa sér aðeins til um þau og sjá myndir af þeim. Frábær vefur fyrir snjalltækjaeigendur á ferð og flugi.

 

Lýsing


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Kortavefsjá er vefur sem að fyrirfinnst á nams.is og Námsgagnastofnun heldur úti. Um er að ræða kort af Íslandi þar sem búið er að merkja inn ýmis íslensk fyrirbrigði (fjöll, vötn, jökla, þéttbýli o.fl.), flokka þau niður, tengja við þau ljósmynd og frásagnir, jafnvel ítarhlekki áfram á netið. Hin ýmsu íslensku fyrirbæri er því staðsett á korti, sýnd nánar á mynd og gefinn er auk þess kostur á ýmsum aukaupplýsingum, til glöggvunar og fróðleiks. Þetta allt má nálgast ókeypis inni á nams.is, hvar og hvenær sem er, svo lengi sem að netsamband fæst. Vefurinn hefur einnig verið gerður spjaldtölvuvænn.

Þegar vefurinn er opnaður blasir við kort af Íslandi og sjást Færeyjar og partur af Grænlandi líka. Vinstra megin á síðunni má finna dálk með flokkum þess efnis sem í boði er. Flokkarnir eru bara átta (eyjar, fjöll, vötn, jöklar, þéttbýli, ár, friðlýst svæði og fossar), en undir sérhverjum þeirra eru svo undirflokkar, þannig að vefurinn býður upp á töluverða könnun. Þegar einn flokkurinn hefur verið valinn birtast tilheyrandi atriði, þá staðsett inni á kortinu með kunnuglegu GPS tákni. Þá má velja sig áfram, velja eitthvert táknanna og þá birtist ljósmynd af því sem valið var. Þá má velja hana, skoða hana betur og jafnvel lesa upplýsingar um fyrirbærið.

 [do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2015/07/output_pkUg12.gif” device=”s5-white-portrait” align=”center” size=”medium”/]


Kortavefsjáin er býsna mögnuð. Hér er ekki verið að flækja hlutina, því „kýr-skýr” framsetningin er næstum fyrir alla aldurshópa. Mögulegt er að súmma að og frá, GPS táknin eru í takt við tímann, sem og allt viðmót smekklega gert. Fallegar ljósmyndir fylgja og sýna fyrirbærin og má segja að það sé virkilega vel gert þegar til boða stendur einhver hlekkur áfram á netið, í stutta frásögn, ljóð eða sögulegt ágrip um það sem maður er að kynna sér. Slíkt gerir upplifunina af magnaðri.

Í stuttu máli er hér á ferðinni ljómandi flott viðbót fyrir flestalla snjalltækjaeigendur, hvort sem þeir eru á ferðalagi, heima fyrir, í skólastofunni eða annarsstaðar.  

Kostir

Úr mörgu að velja
Skýr og einföld framsetning

Gallar

E.t.v. bjóða uppá fleiri myndskeiðarhlekki (rýnir rakst ekki á þannig hlekki yfir á netið)