Magisto

 

Magisto er app og vefsíða sem gera kleift ađ búa til myndbönd úr ljósmyndum. Myndböndin má færa í stílinn í á einfaldan máta og bæta við tónlist til að hafa undir. Forritið nýtist til að gera stemmingarmyndskeið og hefur hlotið hina virðulegu viðurkenningu Google Play, Editors Choice. Magisto er bæđi sem app og vefsíða. Auðveldlega […]

 

Lýsing

Magisto er app og vefsíða sem gera kleift ađ búa til myndbönd úr ljósmyndum. Myndböndin má færa í stílinn í á einfaldan máta og bæta við tónlist til að hafa undir. Forritið nýtist til að gera stemmingarmyndskeið og hefur hlotið hina virðulegu viðurkenningu Google Play, Editors Choice. Magisto er bæđi sem app og vefsíða. Auðveldlega má deila myndskeiðinu á ýmsa vegu, s.s. Á facebook, með email, á instagram og víðar. Magisto er framleitt af Magisto og má fá ókeypis útgáfu á Google Play. Magisto er líka til fyrir Ios.

mag2 mag3

Magisto er bæđi sem app og vefsíða og eru viðmótin ekki eins. Þumalputtareglan hefur verið sú hingað til að smáforritin, öppin, eru með einfaldara sniði en vefsíðuviðmótin. Hér verður fókuserað á appið.

Til að byrja þarf að skrá sig inn hjá Magisto og stofna sinn Magistoreikning. Nota má til þess Google-reikning, en sé maður með einn slíkan auđveldar það alla innskráningu. Innskráður getur notandi flutt ljósmyndir inn í appið, ljósmyndir sem hann annaðhvort tekur eða velur úr gallerí tækisins. Því næst má velja þema, en velja má á milli nokkura slíkra. Nöfnin á þemunum gefa vísbendingar um hverskonar blæ má gefa myndskeiðunum (sbr. Rock On, So Cute, Love Bytes, Traveler og Fashion), en forskoða má þemað með því að ýta á þríhyrninginn (afspilunarmerkið). Þegar þema hefur verið valið gefst kostur á að velja sér lag. Velja má á milli nokkurra laga tengdum þemanu sem var valið eða einhverja tónlist sem fyrirfinnst á sjálfu tækinu. Heyra má lögin með því að ýta á afspilunartakkan á hverri mynd áður en valið er. Magisto sér síðan um að setja myndbandið saman, raðar myndunum í handhófskennda röð, þemað eða blærinn kemur þar ofan á og tónlistin undir.

 mag5 mag1

Rýni

Með Magisto getur notandi sett saman myndskeið á einfaldan hátt og svo sannarlega án mikillar fyrirhafnar. Skrefin sem þarf að taka eru fá og krefjast ekki neinnar sérfræðiþekkingar. Myndskeiðin fá yfirbragð sem jafnvel sumt fagfólk yrði sátt við og útkoman einhverskonar stemming. Hitt er svo að með þessum einfaldleika tapast valkostir og ef notandi vill t.d. breyta eða gera aðeins öðruvísi til að allt falli betur að þeirra smekk, þá er það ekki mögulegt. A.m.k. Í ókeypis útgáfunni. Ókostirnir óhjákvæmilega skortur á stýringar- eða stjórnunarmöguleikum. Magisto kemur því alls ekki í stað WeVideo og Vídeóritils (Samsung App), sem eru myndvinnsluöpp þar sem hægt er að klippa til myndbönd/ljósmyndir og hafa fulla stjórn á því hvernig myndbandið kemur til með að líta út í lokinn. Það er líklegt að í keyptu útgáfu Magisto séu töluvert fleiri stillingamöguleikar í boði, a.m.k. miðað við þau myndskeið sem sjá má á heimasíðu Magisto, en þar má kaupa áskrift fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Fyrir hverja er þetta app þá? Magisto hentar nemendum í grunnskóla frá yngsta stigi og upp á unglingastig. En einnig mætti benda kennurum á að hægt er að nota appið til að veita foreldrum meiri innsýn í skólastarfið. Það má t.d. gera þegar nemendur eru að vinna við stór verkefni eða æfa sig fyrir leiksýningu. Kennari tekur þá ljósmyndir af nemendum á meðan verkefnavinnu stendur og deilir í appið og sendir síðan foreldrum myndbandið sem Magisto býr til.  Og fyrirhöfnin er lítil sem engin.

 

 

 

 

Kostir

Afar einfalt í notkun
Búa til lítið myndskeið á ljóshraða
Mörg sniðmát (þemu) og tónlistarmöguleikar að velja á milli
Niðurstaðan nær alltaf mönnum bjóðandi
Einfalt að deila
Kaupa má aðgang að fleiri stillingum

Gallar

Þarf ađ gerast áskrifandi
Ekki hægt að stjórna hvernig myndbandið kemur til með að líta út
Vantar áþreifanlega valkosti og stillingar
Er bara á ensku