Mindomo

 

Mindomo er glæsilegt app fyrir skapandi nemendur sem vilja búa til hugarkort. Mindomo styður íslenska stafi í texta og inniheldur fjöldann allan af skemmtilegum aðgerðum.

 

Lýsing

Mindomo er skemmtilegt app fyrir hugmyndaríka nemendur sem vilja gera hugarkort. Hugarkortið vistast í skýjaþjónustu Mindomo og hægt er að deila hlekk á skjalið í tölvupósti (og svipar því til Drive, Dropbox og fleiri forrita sem byggja á tölvuskýjum).

Það getur verið svolítið flókin aðgerð fyrir nemendur að vista og deila hugarkortinu en góðar leiðbeiningar í upphafi ættu að auðvelda málið mikið. Í upphafi verður nemandi að skrá sig inn í appið og inniheldur fría útgáfan Mindomo 1GB geymslu.

Appið inniheldur ýmis þemu og snið til þess að búa til hugarkort en mismunandi þemu er aðgengileg allt eftir því hvort notandinn skráir sig inn sem nemanda, kennara eða sem einstaklingur/fyrirtæki.

Mindomo-tegReiknings

Sniðmátin eru fjölmörg og má velja um nokkra mismunandi stíla m.a. vef, hring og trjágreinar. Mindomo styður íslensku og mögulegt er að setja inn hlekki á vefsíður, ljósmyndir úr snjalltækinu eða af vefsíðum eins og Flickr, Bing og jafnvel úr Mindomo gagnagrunni, án þess að fara út úr forritinu.

Mindomo styður íslenska stafi í texta og inniheldur fjöldann allan af skemmtilegum aðgerðum auk þess sem það er stór kostur að Mindomo er aðgengilegt á öllum helstu tegundum af tölvum og spjaldtölvum.

Appið hentar vel nemendum á miðstigi og eldri enda krefst notkun þess lágmárks enskukunnáttu þótt vissulega séu margar aðgerðir táknaðar með litlum myndum/táknum sem eru lýsandi fyrir aðgerðina.

[do action=“video“ id=“DSnCEXpqi50″ position=“center,“ device=“note8-white-landscape“ size=“medium“ align=“center“/]

Kostir

Auðvelt í notkun
Margar aðgerðir
Miklir möguleikar í skólastarfi
Er frítt (kemur í Pro útgáfu líka)

Gallar

Vistun skjals getur verið flókin aðgerð fyrir nemendur