Orðagull

 

Orðagull er vandað málörvunarforrit í spjaldtölvur og snjallsíma og hentar fyrir alla þá sem vilja styrkja og bæta grunn sinn í íslensku. Appið er ókeypis.

 

Lýsing


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Orðagull er framleitt af Rosamosa og kom fyrst út á degi íslenskrar tungu 2016. Forritið er nú aðgengilegt fyrir bæði Android og iOS snjalltæki og má teljast mikill metnaður að bjóða appið notendum að kostnaðarlausu. Höfundar Orðagulls eru talmeinafræðingarnir Ásthildur Bj.Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir og myndrænu hliðina annaðist Búi Kristjánsson. Styrktaraðilar forritsins eru nokkrir: Barnavinafélagið Sumargjöf, Hafnarfjarðarbær, Minningarsjóður Helgu Jónasdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar, Soroptimistaklúbbur Hafnarfjarðar og Garðabæjar, Tæknivörur og Þróunarsjóður námsgagna.

Meginmarkmið Orðagulls forritsins er að efla orðaforða og styrkja málskilning, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, lesskilning og máltjáningu barna, en samkvæmt höfundunum eru þetta alltmikilvægir undirstöðuþættir  máls og læsis. Þar af leiðir hentar forritið ekki eingöngu börnum, þó það sé afar vinsælt á leik- og í grunnskólum landsins, heldur einnig öllum þeim sem glíma við erfiðleika er snúa að fyrrnefndum þáttum. Þjálfunin sem um ræðir varðar m.a. vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, orðaforða og endursögn. Appið hentar einnig nemendum með íslensku sem annað tungumál.

Orðagull er byggt upp sem leikur, þar sem hver og einn notandi getur skapað sig sem leikmann/notenda, gefið leikmanninum sínum nafn og útlit. Leika má alls 72 borð (3 x 24) borð, borð sem bjóða uppá margar ólíkar framkvæmdir og aðgerðir. Síðan má fara yfir árangurinn í þar til gerðri Umsjónarvalmynd, leggja mat á svarhraða, skoðað fjölda endurtekninga og hlustað á eigin upptökur og málæfingar.

   

Þegar forritið er opnað býðst að búa til nýjan notenda. Gefa má notendanum nafn, velja hvort hann sé strákur eða stelpa, velja húð- og hárlit. Að því loknu opnast aðalvalmyndin. Efst uppi á skjánum er að finna aðalvalstikuna fyrir stýringarhnappa og aðra valhnappa forritsins. Notandamyndin birtist við vinstri enda stikunnar. Auðveldlega má skipta á milli stofnaðra notenda og/eða búa til nýja notendur.  Valhnappasett valstikunnar eru þrennskonar. Fyrsta settið er einfaldar af-eða á-stillingar þar sem valið er um Tónlist, Hlusta, Lesa, Frásögn. Í öðru settinu eru ólík þemu sem velja má á milli og koma þau í grænum, gulum og rauðum lit: Fyrirmæli, Spurningar, Orðalestur. Hver þessara flokka innihledur 24 borð (núna, en þeim fjölgar e.t.v. síðar) og er borðin þannig samtals 72. Flokkarnir 24 eru almenns eðlis, s.s. matur, atvinna, í stofunni, í eldhúsinu, farartæki, í fjörunni o.s.frv. og eru borðin númeruð frá 1-24, ásamt því að hvert þeirra hefur einkennismynd.  Í Þriðja hluta stikunnar er hnappur sem nefnist Umsjón og þar má skoða árangurinn, hlusta jafnvel á eigin upptökur og meta árangurinn. Fyrir neðan valstikuna er að finna þau borð sem í boði eru og velja má á milli. Þegar leikið er þá þarf að velja borð frá 1-24. Við það opnast ný valmynd. Eftir stutta kynningu má hefjast handa. Kynningin getur verið lesin upp og/eða texti birtist um hvað gera á. Og svo er að leika sér.

Býsna snjallt forrit og gott verkfæri fyrir marga. Getur Snjallskólinn eindregið mælt með Orðagulli.

Kostir

Einfalt og auðskilið
Allir eiginleikar appsins virka vel
Má taka upp, hlusta á sjálfan sig og endurtaka
Einfalt að búa til notanda og má búa til marga notendur
Uppbyggileg og gagnleg markmið leiksins

Gallar