Pinterest

 

Pinterest er í raun rafræn korktafla þar sem notendur geta fest myndir, vefsíður og hugmyndir á sína vef-korktöflu. Skemmtilegt app til að deila hugmyndum sínum og fá lánaðar hugmyndir frá öðrum.

 

Lýsing


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Pinterest er í raun rafræn korktafla þar sem notendur geta fest myndir, vefsíður og hugmyndir á sína vef-korktöflu. Hægt er að búa til töflu (board) fyrir nærri hvaða viðfangsefni sem er eins og tísku, uppskriftum, brúðkaupshugmyndum, bílum, húðflúrum og ferðalögum. Möguleikarnir eru nær óendanlegir.

Einn möguleikinn er að velja ‘Education‘ og hafa þá kennarar um allan heim sett inn myndir úr sínu starfi til þess að aðstoða aðra. Á bakvið flestar myndir á Pinterest er vefsíða þar sem myndin hefur verið sett á. Hins vegar er hægt að setja inn einungis mynd án þess að bak við það sé sérstök síða. Þannig að hver sem er getur tekið mynd af verkefni úr sinni skólastofu og sett á Pinterest fyrir aðra að sjá. Þetta er samvinna þar sem þú setur inn nokkrar myndir en færð þúsundir í staðinn. Margt smátt gerir eitt stórt.

[do action=“video“ id=“oJzD4vF5dFA“ position=“center,“ device=“n1-white-landscape“ size=“medium“ align=“center“/]

Hægt er að ná í Pinterest App fyrir síma og spjaldtölvur en einnig að skoða www.pinterest.com í venjulegri tölvu.

Heimild:
Ingvi Hrannar Ómarsson: Pinterest sem tæki fyrir kennara

 

Kostir

Kostir

Gallar

Gallar