Play and Learn English

 

Play and Learn English er skemmtilegt forrit, ætlað byrjendum í enskunámi á ýmsum aldri. Markmið þess er að kenna góða stafsetningu og búa til vissan grunnorðaforða í ensku. Play and Learn English er framleitt af Salla, sem stendur einnig fyrir mörgum öðrum sambærilegum tungumálaforritum.

 

Lýsing


Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/tvr.is/snjallskoli.is/wp-content/plugins/microkids-related-posts/microkids-related-posts.php on line 645

Play and Learn English appið er fyrir byrjendur í ensku tungumálanámi og má fá bæði fyrir Android og iOS. Nefna ber að forritið virkar ekki eins í báðum útgáfunum, Android og Ios. T.d. virkar Shuffled ABC leikur ekki á iOS. Play and Learn English er frá Lyrebird Learning.

Eftir að appinu hefur verið hlaðið niður á tækið þarf að velja viðmótstungumál. Velja má á milli margra tungumála, þ.á.m. er enska, pólska, rússneska, litháenska, letneska, arabíska, norska, sænska, danska, svo dæmi séu tekin. Því miður er íslenska ekki þar á meðal. Eftir vali á viðmótstungumáli birtist aðalvalmyndin, sem er orðflokkar. Af þeim 35 orðflokkum sem í boði eru, eru 12 opnir eða ólæstir og kaupa má aðgang að hinum (95 kr. fyrir hvern eða 500 kr. fyrir allt). Orðflokkarnir eru af ýmsum gerðum s.s. Lýsingarorð, Dýr, Matur, Tölur, Sagnorð, Ávextir, Grænmeti, Form og Litir, Fólk, Grunnorð, Áströlsk dýr, Hlutir o.fl. Uppi í hægra horni er valtákn og þar inni má velja á milli 5 orðaleikja. Þannig má leika með hvern orðflokk í 5 mismunandi tegundum leikja. Í valtákninu uppi hægra megin má einnig finna stillingar fyrir forritið. Ekki er mikið um stillingar, en þó er gott að geta stillt forrit eftir eigin þörfum. Jafnvel þó það sé bara lítið.

Screenshot_2016-03-15-21-41-13

 


 

 

Þegar nota á appið þarf notandinn fyrst að velja sér orðflokk og svo velur hann í hvaða leik hann vill læra þau. Vilji notandi skipta um flokk og læra önnur orð er það auðgert. Sé notandi að flakka á milli orðflokka helst samt áfram leikjastillingin; skipta um leikjaform er líka auðvelt. Í leikjunum er rödd sem ber orðin fram þannig að gott er að vera með heyrnatól. Hlusta má á orðin aftur og aftur með því að ýta á hljóðtáknið uppi í vinstra horni þegar leikirnir eru leiknir. Leikirnir byggjast á því að nota orð, hljóð þeirra, stafi orðanna og táknmyndir þeirra á ýmsa lund. Með hverju orði kemur mynd sem sýnir merkingu orðsins og svo segir kvennrödd orðið. Notandi getur kannað eigin skilning í þessum leikjum í myndaspurningakeppnum, minnisleikjum, stafapúsli o.fl. Ef valið er annað viðmótstungumál en ensku, þá bjóðast líka þýðingakeppnir. Þar velur notandinn ensk orð sem passa við orð á viðmótstungumálinu.

[do action=“mynd“ url=“http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2016/04/Gif-fyrir-Play-and-Learn-English-appreview.gif“ device=“s5-white-landscape“ align=“center“ size=“medium“/]


Rýni

Play and Learn English er einfalt í notkun, litríkt og skemmtilegt app. Það sem er öflugt við Play and Learn English – fyrir utan að vera gott verkfæri fyrir byrjendur í ensku – er að það hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eiga í lestrarerfiðleikum af einhverjum sökum. Þá gildir einu hvort nemandinn sé nýbúi, lesblindur eða eitthvað annað. Sé litið til nýbúanna sérstaklega þá eru mýmörg viðmótstungumál í boði og sé þeirra eigin tungumál í boði auðveldar það þeim vissulega innkomuna í enskunámið. Almennt séð má segja að styrkur forritsins sé falinn í tvennu: að leika má á nokkra vegu með ólíka orðflokka OG að hlusta má á orðin aftur og aftur um leið og myndskýringarnar sýna merkingu orðanna. Vitaskuld er þess vegna gott að vera með heyrnatól við hendina þegar hlýtt er á framburð orðanna, eins oft og hver vill.  Þess fyrir utan er einföld hönnun og viðmót styrkur þar sem forritið virkar einfalt og auðskilið. Play and Learn English getur þannig gefið börnum og öðrum byrjendum tækifæri til að fá gagnlegan grunnorðaforða enskrar tungu á óhefðbundinn, leikandi og á uppbyggjandi máta; læra ný orð, efla stafsetningarkunnáttuna eða læra réttan framburð orða.

Eitt ber þó að setja út á og það er að sumar myndskýringar orðanna eru ekki alveg ljósar og gefa stundum ekki skýra merkingu sumra orðanna. En heilt yfir má vel mæla með þessu forriti.

 

Kostir

Mjög einfalt í notkun
Skemmtilegir leikir fyrir krakka
Orð eru borin fram og þýðing þeirra sýnd myndrænt
Hægt að endurtaka hvern leik eins oft og þörf eða löngun er til
Mikið úrval af viðmóts tungumálum í boði
Fallegar myndir
Stillingakostir

Gallar

Virkar ekki eins vel á iOS (einungis einn pakki er ólæstur; stafa púsl virkar ekki)
Sumar myndir skýra orðin ekki eins og við erum vön
Mættu vera fleiri orð í hverjum flokki
Kaupa þarf aðgang að fleirum orðflokkum (ef galla má telja)