Stafaleit

 

Stafaleit er einfaldur minnisleikur fyrir þá sem eru að læra stafina. Kjörið fyrir yngstu kynslóðina.

 

Lýsing

Stafaleit er smáforrit sem búið er til af Appverksmiðjunni 2012 og er bæði til fyrir Android og Ios. Stafaleit er minnisleikur fyrir yngstu kynslóðina sem má nálgast fyrir Android tæki á Googleplay. Þegar hafist er handa í leiknum birtast sex stjörnur á himni. Undir þeim eru falin þrjú stafapör. Þegar stjarna er valin breytist hún í staf og rödd les stafinn upphátt. Síðan á að finna annan eins og þannig öll þrjú pörin. Þegar öll pörin eru fundin er nemandanum hrósað og næsta þraut birtist um hæl. Nemandinn safnar “stjörnustigum” sem hann fær fyrir að leysa þrautirnar og þegar hann hefur leyst þær nokkrar birtist stigatafla þar sem skrá má nafn sitt.

 [do action=”mynd” url=”http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2015/07/output_mvTSYd.gif” device=”s5-white-portrait” align=”center” size=”medium”/]


 

Stafaleit er leikur fyrir yngstu kynslóðina. Einfalt viðmót auðveldar alla notkun. Stafir og tákn eru stór og skýr, auk þess sem upplestur stafa og hvatningarorð eru vel fram borin. Ef rýnt er í smáforritið sem leik mætti benda hönnuðum á að bæta við erfiðleikastigum. Jafnvel mætti bjóða upp á einhverskonar keppnisuppsetningu milli tveggja eða fleiri þátttakenda. Engu að síður er Stafaleit skemmtileg viðbót á snjallforritamarkað fyrir verðandi bókaorma.

Kostir

er ókeypis
einföld hönnun og uppsetning
skýr framburður upplestrar

Gallar

Valmöguleika fyrir erfiðleikastig vantar
Forritið áttar sig ekki á hvenær snjalltækið er lóðrétt eða lárétt