Tellagami

 

Tellagami er smáforrit þar sem notendur búa til sína eigin persónu, velja bakgrunn og taka upp það sem persónan á að segja eða setja inn texta. Mögulegt er að deila efninu á ýmsan máta.

 

Lýsing

Með Tellagami er hægt að koma skilaboðum – sem þeir kalla Gami – áleiðis á skemmtilegan hátt með því að búa til tölvugerða persónu. Forritið virkar þannig að maður velur sér persónu og bakgrunn sem gefnir eru í appinu, taka ljósmynd eða velja úr gallerí tækisins. Síðan má breyta útliti persónunnar og svipbrigðum. Það er bæði hægt að taka upp raddskilaboð og rita skilaboð. Fría útgáfan býður upp á 30 sekúndna skilaboð, en kaupir maður appið bjóðast fleiri valkostir varðandi persónurnar og klæðnað þeirra og útlit, aukin lengd myndskilaboðanna og möguleikinn til að skrifa texta inn í skilaboðunum. Hér er að finna stutta lýsingu (á ensku) á fyrirbærinu Tellagami.

[do action=“mynd“ url=“http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2015/01/Tella-Skjaskot.gif“ device=“note-12-white“ align=“center“ size=“medium“/]


Smáforritið veitir kennurum skemmtilega möguleika á notkun í skólastarfi. Kennari getur sent skilaboð til nemenda sem teiknimyndapersóna t.d. í tungumálakennslu, til áminningar um eitthvað eins og skilaboð um heimavinnu eða próf til nemenda eða foreldra, sem síðan má senda og deila með tölvupósti eða í gegnum námsumsjónarkerfi. Tellagami er ókeypis en mögulegt er að kaupa viðbætur. Þegar þetta er skrifað er ekki hægt að tengja forritið við íslenskan talgervil. Hér að neðan er afrakstur einfaldrar tilraunar með Tellagami.

[do action=“video“ id=“VNIjlLATbIQ“ position=“center,“ device=“s4-white-landscape“ size=“medium“ align=“center“/]


 

Kostir

Einfalt viðmót.
Falleg hönnun.
Skemmtileg viðbót í skólastarfið.
Auðvelt að deila.

Gallar

Kaupa þarf viðbætur.