TinyTap

 

Tinytap er leikandi og skemmtilegt smáforrit með fullt af skapandi möguleikum. Hægt að spila margskonar leiki sem aðrir hafa búið til eða búa til gagnvirka, myndríka og lifandi leiki og frásagnir eftir eigin höfði.

 

Lýsing

Tinytap er leikandi og skemmtilegt smáforrit með fullt af skapandi möguleikum. Í Tinytap er ekki bara hægt að spila margskonar leiki sem aðrir hafa búið til heldur geta notendur Tinytap líka búa þá til sjálfur. Leikina má gera gagnvirka, myndríka og lifandi með því að tala inn á þá.

Tinytap smáforritið er sannarlega fyrir skapandi fólk. Forritið er ekki bara einn ákveðinn leikur, heldur margir leikir auk þess sem Tinytap byggist á hugmynd um að gera notandann að virkum þátttakanda. Í því felst annarsvegar að leikirnir eru gagnvirkir, en hinsvegar því að búa má til sitt eigið efni. Það geta verið spurningaleikir og frásagnir af ýmsum toga og fyrir ýmsa aldurshópa. Spurningin er hvað manni dettur til hugar.

[do action=“mynd“ url=“http://www.snjallskoli.is/wp-content/uploads/2015/01/TinyTap-Skjaskot.gif“ device=“note-12-white“ align=“center“ size=“medium“/]


 

Tinytap er í raun tvennt: Annarsvegar má nefnilega finna fjölda leikja sem gerðir hafa verið með Tinytap smáforritinu og finna má inni á Googleplay eða á heimasíðu Tinytap. Hinsvegar er hið eiginlega Tinytap smáforrit sem býður upp á að búa til leiki eða frásagnir, sem síðan má deila áfram á ýmsan máta.

Leikjagerðin er hugsuð sem einskonar bók eða blaðsíðugerð, sem líkja má við þrep (e. Level) í venjulegum leik. Það er alls ekkert flókið að búa til þessar síður og má bæta við fleirum í sama leiknum. Í nokkrum skrefum fer fram val á bakgrunni, myndefni, hvort maður vilji spyrja spurninga, tala inn skilaboð eða skrifa eitthvað. Viðmótið er nokkuð þjált og er mikið efni í boði sem velja má úr. Síðan má vista og deila leiknum áfram á nokkra máta.

Tinytap smáforritið er miklu meira en bara leikur og bíður uppá mikið skapandi starf, hvort sem maður lítur á málið frá hlið kennarans eða nemandans. Eldri nemendur geta vel lært að gera sína eigin leiki og gagnvirku frásagnir. Viðmótið er ágætt en það hefði verið gott að hafa möguleika á að stíga nokkur breytingaskref afturábak, en einhverra hluta vegna er það afar takmarkað. Einnig virðist enn eiga eftir lúskemba Android-útgáfuna og setja inn teiknitól sem eru aðgengileg í iOS útgáfunni (e. Creation Pack) en skv. TinyTap er von á uppfærslum von bráðar sem bæta úr þessu.

Kostir

Er frítt
Miklir skapandi möguleikar
Margir Tinytap leikir í boði

Gallar

Breytingarmöguleikar mega vera betri fyrir eftirábreytingar.
Vantar „Creation pack“ möguleikann
Óstöðugt (á til að stöðvast)