Trello

 

Trello er einfalt og sveigjanlegt app til að halda utan um hvers kyns verkefna- og skipulagsvinnu – einkum fyrir hópa þar sem gagnlegt er að úthluta enstaka hlutum verkefnisins til tiltekinna þátttakenda, halda utan um minnisatriði og huga að tímaáætlunum. Appið er einfalt í notkun en einnig er hægt að nálgast Trello í gegnum vafra og því aðgengilegt öllum óháð stýrikerfi. Snilldartól fyrir nútíma teymisvinnu.

 

Lýsing

placeit-Trello

Handhægt: Einfalt er að skoða verkefnastöðu og bæta við verkefnaspjöldum í Trello.

Trello er þjónusta sem má segja að sé afkvæmi snjalltækjavæðingarinnar og tölvuskýja. Trello býður notendum upp á að skipuleggja og verkefnastýra teymisvinnu fjölda aðila með einföldum og skilvirkum hætti.

Öll gögn sem notendur setja inn í Trello eru geymd miðlægt á netinu – enda á Trello heima í tölvuskýjum – sem þýðir að notendur geta ávalt nálgast gögnin sín. Aðgengi er mjög gott þar sem bæði er hægt að vinna með Trello í gegnum snjalltæki (Android og iOS) eða úr hvaða tölvu sem er í gegnum vafra (Windows, Mac og Linux). Trello er þannig því sem næst óháð stýrikerfum sem er sannarlega kostur við tól sem ætlað er í teymisvinnu þar sem allir geta verið með.

Myndbandiðhér að neðan lýsir helstu eiginleikum og virkni Trello.

[do action=“video“ id=“aaDf1RqeLfo“ position=“center,“ device=“s4-white-landscape“ size=“medium“ align=“center“/]


Mikill og vaxandi hluti skólastarfs fer fram í teymisvinnu enda hlýtur að teljast mikilsverður þáttur menntunar að geta unnið með öðrum þar sem nær allir þurfa að vinna með öðrum og margir að verkefnum sem krefjast skipulagningar á borð við þá sem Trello hentar í. Það er því tilvalið að kynna Trello (og önnur svipuð tól) fyrir skólafólki.

Trello er einfalt í notkun og er það einn af helstu kostum þess. Byrjendur geta byrjað smátt og færst sig síðan upp á skaftið eftir því sem færnin eykst. Trello og einkar sveigjanlegt og geta notendur til að mynda tengt skjöl frá Google Drive og Dropbox við Trello. Trello hentar því sérlega vel til að halda utan um hvers kyns verkefna- og skipulagsvinnu – hvort sem hópurinn er í sama rými eða dreifður um víða veröld.

Í Trello er hægt að úthluta einstaka hlutum verkefnisins – s.k. verkefnaspjöldum (e. cards) – til tiltekinna þátttakenda sem fá tilkynningar um breytingar í tölvupósti og/eða í gegnum appið og vafrann. Hægt er að setja tímamörk á einstaka verkhluta, sem , sem fá tilkynningu halda utan um minnisatriði og huga að tímaáætlunum.

Fyrir þá sem eru lengra komnir er hægt að tengja Trello við tímaskráningu og getur Trello þannig virkað sem grundvöllur fyrir tímaskráningu í fyrirtækjum.

Trello er snilldartól fyrir nútíma teymisvinnu sem skólafólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.

Kostir

Einfalt í notkun
Virkar vel með Google Drive, Dropbox o.fl.
Óháð stýrikerfum
Ókeypis útgáfa mjög góð

Gallar

Lætur flest önnur verkefnastjórnunartól líta illa út :)